…eða svona næstum 🙂
Ekki það að litli maðurinn er svo sem ósköp þægur, en ég er búin að vera lengi að leita eftir mottu á gólfið hjá honum. Aðallega vegna þess að ég sé hvað þau leita í að vera á mottunni inni í herberginu hjá dömunni og mér fannst sjálfsagt að hann fengi svona þægindi líka. Ég er búin að vera með mottu í huga sem ég sá í Rúmfó í fyrrasumar, en hún kláraðist áður en ég náði að klára að hugsa mig um…
Nú er hún komin aftur, eða í það minnsta mjög lík þeirri sem ég sá og því ákvað ég að vera fljót að hugsa núna…
…og ég verð að segja að ég er mjög ánægð með hvernig hún kemur út þarna inni, hún er svona passlega í stíl. Ekki of mikið en samt nóg…
…svo er hún alveg gazalega mjúk og kózý þannig að allir eru kátir – líka þessu eldspúandi dreki (og það er almennt mjög erfitt að gera honum til hæfis sko)…
…sko bara, smá grátt, smá blátt og smá beis…
…undir rúminu sjáið þið glitta í gamla ferðatösku, sem geymir núna Lego-dótið hjá litla manninum og nokkra stóra Legokassa…
…það hljóp nefnilega heldur betur á snærið hjá mínum manni núna um daginn. Hann kom í heimsókn til ömmu sinnar og afa og fékk þessa stóru kassa úr bílskúrnum, sem koma frá pabba hans. Það þýðir væntanlega að þessir kassar eru ca30 ára gamlir – svona getur fólk verið passasamt og hann græddi á því…
…svo er setið og byggt, og allt á kózý mottu…
…allt á sínum stað, meira segja bæklingarnir…
…svo standa litlu körfurnar alltaf fyrir sínu, geyma alls konar smáhluti sem litlir menn sanka að sér…
…og Lego-smádót…
…og ég fór í Ikea og keypti geymslukassa, og flokkaði allt svona fyrir litla snyrtipinnann. Þannig að það er stór kassi fyrir stóra bíla, stór kassi fyrir faratæki, lítill fyrir Playmo og annar fyrir alls konar ofurhetjur. Þessi litli gaur er þannig að hann þrífst á svona skipulagi og hann passar sko að allt fari aftur á sinn stað.
Hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar ég var búin að flokka þetta, hann varð sko alsæll…
…þannig var þessi túr með herbergi litla mannsins!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Æðislega flott motta og passar vel inn í herbergið 🙂 En ein spurning…”týnast” minnstu legokubbarnir ekki í “hárunum” á mottunni?
Já og vildi óska að mínir drengir þrifust jafn vel á skipulagi og þín börn!! En ætli það gildi ekki í þessu tilfelli eins og svo mörgum öðrum, það læra börnin sem fyrir þeim er haft 😛
Nóbbs, þeir hafa ekki orðið til vandræða, þessir litlu!
Hún er ekki það loðinn 😉
Frábært 😀
Mjög fín og kósí motta.
Geggjuð motta og svo hlýleg 🙂
Æðisleg motta, einmitt litirnir sem ég er að leita að fyrir mottu í herbergi dótturinnar. Mannstu hvað hún kostaði? Sé hana ekki á síðunni þeirra..kv. ein á Vestfjörðum 🙂
…ps og mig langar líka í rúmteppið hans, æðI!