Sjúbbídú…

…það þarf oft ekki margt til þess að gleðja einfaldar sálir (mig)!

Í þetta sinn var það Rúmfó á Korputorgi sem gladdi mitt hjarta.  Nánari útskýring?  Ekkert mál – fylgist með 🙂

Um jólin í fyrra fékkst bakki í Rúmfó sem mér fannst ferlega flottur (hann sést einmitt hér).  Ég fékk mér hann ekki.  Bar við offramboði á bakkaflóru heimilisins, sem er satt, og hagaði mér eins og dönnuð dama á dansleik.

Hins vegar, eins og svo oft áður, þá komst ég að því að það borgar sig ekki að vera svona dannaður – því að ég fattaði að hann var svo skrambe líkur bökkunum sem að Dear Lillie-bloggið er alltaf að sýna svo dásamlega fallega skreytta…

www.skreytumhus.is-003

Photocredit DearLillie.blogspot.com

Því var það svo að þegar að ég sá bakkann á nýjan leik, þá tók litli bakkapúkinn innra með mér lítið gleðistökk, húrra húrra sagði hann – og krúttið fylgdi mér heim…

www.skreytumhus.is

…í sömu ferð – þá rak ég augun í þessa, og þeir komu líka memm…

www.skreytumhus.is-001

…síðan var bara eldhúspartý og þessum var boðið…

www.skreytumhus.is1

…ég er dulítið mikið hrifin af þessum litlu kaffikrúsum – þær eru alveg pörfekt…

www.skreytumhus.is-0041

…og þar sem ég er alltaf með augun opin fyrir fallegum undirskálum, þá fann ég þessar í Góða fyrr í sumar, og þær bara smella undir bollana…

www.skreytumhus.is-0021

…frekar krúttað saman…

www.skreytumhus.is-023

…og litla sæta hræriskálin, sem er í sama lit smellpassaði með – og er svona líka fyrirtaks blómapottur rétt á meðan…

www.skreytumhus.is-0032

…og litlir bollar eru líka fyrirtaks geymslur fyrir litlar skeiðar – það segir sig bara sjálft…

www.skreytumhus.is-006

…og þetta var sem sé á laugardaginn…

www.skreytumhus.is-008

…eða öllu heldur á laugardagskvöldið sem þessar voru teknar…

www.skreytumhus.is-009

…og ég sat og glápti á fallega bakkann minn og var alsæl…

www.skreytumhus.is-011

…ég gleymdi næstum að segja ykkur frá tréskálinni sem ég fékk mér líka…

www.skreytumhus.is-012

…svo dásamlega groddalega rustic að ég gat ekki skilið hana eftir – valdi þá “verstu” í búðinni…

www.skreytumhus.is-013

…en á sunnudeginum þá var ég enn að hugsa um bakkana hennar Dear Lillie, og hvað mig langaði mikið í 3ja hæða – þannig að ég skundaði landshluta á milli og brá mér aftur í Korputorgið góða og svo…

www.skreytumhus.is-015

…jááááá svona nú ❤

www.skreytumhus.is-016

…ég var búin að vera með alls konar pælingar og ráðstafanir um að panta bakka frá Ameríkunni sem átti að kosta um $100 plús og er núna bara alsæl með Rúmfó bakkann minn góða – á þremur hæðum sko!

www.skreytumhus.is-018

…ég fékk mér sem sé annan, og skrúfaði einfaldlega efri hæðina á honum ofan á hinn – easy peasy…

www.skreytumhus.is-0091

…auka “hæðin” sem eftir var – hún varð bara að sérbakka…

www.skreytumhus.is-025

…sem í bili hefur aðsetur á eyjunni…

www.skreytumhus.is-028

…og ójá – ég á eftir að skemmta mér við að raða á þennan á ýmsa vegu!

Jafnvel mála hann, tími því ekki bara alveg strax…

www.skreytumhus.is-022

…þetta var sem sé bakka-helgin-mín-mikla…

www.skreytumhus.is-024
…og ég er alveg ferlega kát með þetta allt saman…

www.skreytumhus.is-0131

…sé þetta td alveg fyrir mér í eldhúsum fyrir allt sem tengist kaffinu – fyrir þær sem eru í svoleiðis gúrmey kaffi…

www.skreytumhus.is-0141

…kannski er ég bara í ruglinu?
Búin að “over-dósa” á rómantískum bíómyndum yfir helgina (Oh Mr. Darcy og allt það)…

www.skreytumhus.is-0071

…en svona fór þessi bakkapóstur og svo á eftir að koma meir – ég fór smá hamförum!

Hugsanlega komin á breytingarskeiðið?  Eða nei, hef alltaf verið á því!

Áttiru góða helgi? ❤


www.skreytumhus.is-0121

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

21 comments for “Sjúbbídú…

  1. Þuríður Árnadóttir
    31.08.2015 at 08:37

    Fallegt, eins og allt sem þú gerir 🙂
    En mig langar að forvitnast hvar þú fékkst löberinn sem þú ert með undir þessum flotta bakka 🙂 “Vantar” svo ótrúlega mikið svoleiðis svipaðan 😉
    Kv. Þuríður

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2015 at 08:40

      Takk fyrir Þuríður 🙂
      Þessi kemur reyndar frá H&M Home,en það er til röndóttur grár og hvítur löber í Rúmfó sem þú nærð svipuðum “áhrifum” með!

      • Þuríður Árnadóttir
        31.08.2015 at 08:51

        Takk kærlega 🙂
        Ég verð greinilega að kíkja í Rúmfó 😉

  2. Margrét Helga
    31.08.2015 at 08:40

    Maður getur sko alltaf á sig bökkum bætt! Það finnst mér að minnsta kosti 😉 Hrikalega krúttlegt og sætt! Og þessir bollar eru æði! 😀

  3. HULDA
    31.08.2015 at 08:51

    Bjútífúl 😉

    Kkv.
    Hulda

  4. Guðný Ruth
    31.08.2015 at 09:08

    Mikið er þetta sætt! Eins og svo margt annað (lesist: allt) sem þú gerir.
    Ég myndi skunda beinustu leið í RL og herma frá A-Ö ef ég ætti pláss fyrir svona krútt á heimilinu.

    Hlakka til að sjá þennan í jólafötum 😉

    Kv. Guðný

  5. Guðbjörg Valdís
    31.08.2015 at 09:10

    SNILLD!!!! En hvar fékkstu þessa æðislegu tréskál? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2015 at 09:13

      Skálin var úr Rúmfó líka, my dear 😉

  6. Ása
    31.08.2015 at 10:41

    Mikið er þetta fallegt, eins og allt sem þú gerið 🙂

  7. Anna Sigga
    31.08.2015 at 13:06

    😀 þú ert svo mikil dúlla 😉 Bakkafíknin kemur sér að góðu fyrir okkur hinar …. 😉 amk akkúrat núna 😀

    Eru þessi bakkar úr tré ?? Mig langar í svoleiðis bakka svo ég ætla kíkka í rúmfó á eftir og ath hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir mig lika 😉

    Takk fyrir skemmtilegt blogg eins og alltaf 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2015 at 13:14

      Ahhhhh – takktakk! Þessir eru úr tré – og ég er pínu að elska þá 🙂

      ….ok pínu mikið!

      • Anna Sigga
        01.09.2015 at 18:47

        😀 það er ekki skrítið þetta er rosalega flott 🙂

  8. 31.08.2015 at 13:24

    Hjartad i mer tok sma aukakipp thegar eg sa bakkann enda med bakkablaeti a hau stigi. Eg hef verid ad reyna ad haga mer undanfarid og losa mig vid suma (svo haegt se ad rettlaeta fleiri kaup) en loberinn er dasemd. Spurning hvort eg skelli mer ekki bara nidur a Newbury St og fari i H&M leidangur…Takk Brynja

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2015 at 13:47

      Æjjji, þessi er samt gamall! Í það minnsta 1 árs 🙁 sorry sweetie!

  9. Ása
    31.08.2015 at 14:37

    Glæsilegur bakki, langar mikið í einn svona eða tvo sko…
    Geggjaðir bollarnir og sniðugt hvað þeir smellpassa á undirskálarnar, eins og skapað hvort fyrir annað.
    Kær kveðja

  10. Ragnhildur
    31.08.2015 at 16:39

    Guðdómlegt!!! Mætti ég spyrja hvar þú fékkst fallegu mjólkurkönnuna, þessa með upphleypta mynstrinu?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2015 at 16:43

      Ohhh, hún er örugglega 8 ára og fékkst í blómabúð í Hfj sem er hætt núna!

  11. Birna
    31.08.2015 at 19:09

    Þvílík veisla fyrir augun.
    Ég á svo yndislega latte bolla frá Cup Company sem myndu sóma sér vel á svona bakka 🙂 Takk fyrir að lífga upp á daginn :-*

  12. Ólöf Edda
    01.09.2015 at 09:48

    dásamlegt eins og alltaf hjá þér ;)…á svona bakka í geymslunni,….best að sækja hann og dúllast aðeins 😉

  13. Kolbrún
    02.09.2015 at 16:11

    Glæsilegur bakki og allt sem á honum er.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *