…því þetta var eiginlega of gott til þess að sleppa því að setja það inn
Seinasta laugardag, þá gerðum við eina gulrótarköku eftir uppskriftinni hennar Betty frænku, alltaf klassísk og stendur fyrir sínu…
…þegar við vorum að leggja lokahönd á kökuna, þá fór eiginmaðurinn út með Storminn, og sá var ansi hreint fljótur að finna ilm út um gluggann og ákvað því að bregða sér inn í þef-erí…
“fyrirgefðu, en hver á þetta kök?”
…daman mín ákvað að sýna honum smá miskun og sleppti honum í smá krem…
…sem honum fannst greinilega mjög vont!
Eiginmaður tjáði sig nú um að ekki væri gott að gefa hundi með athyglisbrest svona sykur – en hey, það var/er laugardagur. Nammidagur og allt það…
…og kakan var aldeilis ágæt!
Þetta er sko letilausnin mín að því að skreyta köku. Setja krem á og svo bara gera bylgjur með gafli ofan á…
…kemur bara sætt út og tekur 10 sek.
Njótið dagsins krúttin mín
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Alltaf gott og gaman að slett´í Bettý
Hún klikkar seint…og svona gulrótarkök er náttúrulega bara snilld…og Stormurinn líka 
Njóttu þess sem eftir er af helginni mín kæra!
væri gaman ef þú skelltir inn uppskrift af þessari einföldu köku
Finnst alltaf gaman að skoða bloggið þitt og fá góðar hugmyndir
.
omg your puppy is killing me with cuteness!!! what a cute picture!!!! XOXOXO
Haha flott skreyting þetta gerði mamma alltaf
svo vinalegt