…á föstudegi – svona til þess að fagna reglu og rútínu 🙂
Talandi um reglu og rútínur, þá þurfti að fara yfir skóladót og merkja það – venjulega hef ég skrifað nafnið og bekkinn á miða og límt á. En við mæðgur ákváðum að fara ótroðnar slóðir í ár og nota bara skrautlímbönd til merkinga…
…við notuðum fjögur mismunandi límbönd og límdum á hvern trélit og tússlit, og sömuleiðis á blýanta og strokleður. Daman mín var sérlega kát með þetta og mjög ánægð með skóladótið sitt…
…og talandi um skóla – þá sendi ég þessa af stað í 4.bekk, algjörlega ótúlegt hvað tíminn líður…
…alls ekki svo langt síðan ég gerði póst um þegar hún byrjaði í 1.bekk (sjá hér), líka gott að sjá að hún hefur vaxið upp í töskuna sína. Ágætt alveg 🙂
Takið líka eftir sprelligosanum þarna í bakgrunni…
…það er víst eins gott að búa sig undir að næsta haust fer þessi litli maður í 1.bekk og ég hætti að vera leikskólamamma *dææææææs*
…svo er það allt í einu orðið þannig að allir eru farnir út í daginn, og við Stormur er bara heima…
…stólarnir standa tómir…
…og úti er þessi dásamlega haustbirta – hún er nefnilega aðeins öðruvísi en önnur birta…
…þá var aldeilis ágætt að gera sér Boozt og setjast við tölvuna í smá stund…
…og auðvitað kveikja á kertum…
…og kertaljósið átti vel við, því að skyndilega kom þvílíka rokið og hálfgert leiðindaveður…
…en inni var notalegt að vera….
…og alls konar hlutir fundu sér nýjan samastað…
…en annars segi ég bara góða helgi til ykkar krúttin mín – góða helgi og gleðilega rútínu ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!