…eiginlega bara svona mini-innlit þar sem útsala er í fullum gangi – en það er ágætt að koma sér aftur í rútínu og Rúmfó-ferðir eru svo sannarlega hluti af henni hjá mér
Þessar luktir fannst mér bara flottar – og örugglega æðislegar í myrkri með kveikt á kertum, þegar að mynstrið nýtur sín…
…eins fannst mér þessi hérna skilti/myndir bara sæt…
…og rósir fást líka í Rúmfó – fyrir ykkur sem eruð að leita að eilífðarblómum í vasa…
…uglubókastoðir – sæi alveg fyrir mér að mála eða spreyja þessar í flottum litum í krakkaherbergið…
…þessir eru ekki stórir – en flottir eru þeir…
…þessi hér er eins og klukkan sem ég notaði á klukkuborðið mitt
…og þessi hérna enn jafn fín!
…þessi hérna kostar bara 695kr og ég málaði eina svona einu sinni – kom mjög skemmtilega út…
…snagabretti með litlum krítartöflum, töff í skipulagið!
…annað snagabretti, en töluvert minna…
…þetta er nú ekta fyrir skart og annað punterí…
…þessi flotti er komin aftur – í hvítu og svörtu…
…og enn fleiri snagar – hér er endalaust hægt að hengja upp…
…það væri nú hægt að gera sitthvað við þessa…
…og svo voru það púðarnir – þið vitið hvað ég er veik fyrir púðum…
…þessir eru nú dálítið dásamlegir og ég þekki nokkrar blúndur sem þurftu að kúra með þessa…
…þessir eru pínusmá – ekta sætir í litlar vöggur og til að punta með hjá litlum krílum…
…home
…og stór uglupúði
…og þessi krútt…
…þetta hérna er efni! Ég sé þetta alveg fyrir t.d. að yfirdekkja stóla…
…rúmteppi – alltaf uppáhalds. Þessi eru svo létt og falleg, hægt að snúa þeim á báða vegu – mismunandi mynstur – og líka flott til þess að leggja bara yfir fótagaflinn…
…nánast allt hér er líka úr Rúmfó, m.a. þessar flottu körfur (sjá hér)…
…og gamli góði – stendur alltaf fyrir sínu…
…eggjabikarar í krúttulegum litum – þessir yrðu dásemd um páska í pastel…
…þessar nammikrukkur – bara flottar – og í tveimur stærðum…
…og snilldarbakkaborð – hægt að nota bara bakkann, eða lappirnar með…
…og svo saman…
…þessar fannst mér truflaðar: í forstofuna, í eldhúsið, fyrir tímaritin, í barnaherbergið eða bara inni á bað með upprúlluðum handklæðum…
…meiri bakkar
…þessi eru skemmtileg – og ansi há, örugglega um 60cm…
…ok, en þessar korktöflur falla undir töff! Setja nokkrar saman í unglingaherbergið, bara fetch
…luktirnar/glerkassarnir komnir aftur – alveg geggjaður (póstur um þá hér)…
…töff luktir – ein inni á SkreytumHús-hópnum breytti svona í lampafót, kom mjög vel út…
…og geggjaðar Home og Love-luktir – big like!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Æði! Langar í svo margt þarna en er eiginlega komin í sjálfskipað (tímabundið) verslunarstraff af því ég keypti mér svo flottan skáp, skilurru
En manstu nokkuð hvað uglubókastoðirnar kostuðu? 
Ahhhhh…..því miður – man það ekki
Minnsta málið
Á örugglega eftir að detta þarna inn við tækifæri…tékka þá á því, ef ég man!
Í hvaða rúmfó ertu eiginlega – ég sé aldrei neitt af þessu í Smáranum þar sem ég fer oftast :/
Haha…..þetta er á Korputorginu
það er svona “mín” búð!
Ohhh….þvílík dásemd alltaf hjá þér…flottasta RL búðin