Stykkishólmur I…

…við reynum að ferðast um landið okkar fallega á hverju sumri.  Þrátt fyrir að margir staðir séu endalaust fallegir þá eru þrír bæjir sem að standa upp úr í mínum huga: Akureyri er alltaf uppáhalds, Seyðisfjörður heillaði alveg svakalega hérna einu sinni (sjá hér) og Stykkishólmur er alltaf svo fallegur.

Þess vegna tók ég smá labbitúr í Stykkishólmi með myndavélina núna í júlí, og ætla loks að deila með ykkur nokkrum myndum.  Þær urðu reyndar svo margar að ég skipti þessu í 2-3 pósta og hér er fyrsti hlutinn.  Ég er áður búin að sýna innlit í Bókaverzlun Breiðafjarðar (sjá hér)

2015-07-09-175022 _min

…og öll þessi dásamlegu hús sem eru í bænum…

2015-07-09-153157 _min

…ég hefði viljið fá tækifæri til þess að kíkja inn í hvert og eitt þeirra…

2015-07-09-153223 _min

…en þegar að maður sér sum húsin, þá finnst manni eins og tíminn hafði staðið algerlega í stað…

2015-07-09-153220 _min

…eins og þetta yndislega hús frá 1832 – Norska Húsið…

2015-07-09-153217 _min

…en Norska Húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla (sjá hér) – kíkjum inn í þetta fallega hús…

2015-07-09-153919 _min

…sem er svona líka dásamlega fallegt að innan, litirnir á veggjunum voru bara pörfekt…

2015-07-09-153335 _min

…og það sem ég heillast af svona gólffjölum og þessir gluggar – jeminn…

2015-07-09-153716 _min

…gat næstum hugsað mér að henda einhverju á hlóðirnar…

2015-07-09-153511 _min

…ekki sammála?

2015-07-09-153539 _min

…þetta er eitthvað svo dásamlega einfalt og yndislegt…

2015-07-09-153502 _min

…setjast niður og lesa aðeins um Íslenska sjávarhætti I…

2015-07-09-153615 _min

…og það kemur mjög fallega út að hafa snagabrettin svona í sama lit og veggina…

2015-07-09-153620 _min

…og tunnurnar eru líka alveg ótrúlega flottar…

2015-07-09-153557 _min

2015-07-09-153634 _min

…en vitið þið það hvað var uppáhaldið mitt í húsinu?


2015-07-09-153832 _min

…þessi hérna stigi…

2015-07-09-153843 _min

…hann er svo dásamlega þreyttur…

2015-07-09-153848 _min

…búinn að styðja við svo marga í gegnum árin…

2015-07-09-153853 _min

…bjalla á hurðinni gefur til kynna gestagang um húsið…

2015-07-09-153902 _min

…og oohhhhh þessir gluggar!

2015-07-09-153934 _min

…sé það að mig bráðvantar svona gamalt hús til þess að leika mér í…

2015-07-09-153940 _min

…viljið þið ekki alveg sjá meira? 🙂

Svo langaði mig bara að þakka góð og jákvæð viðbrögð við pósti gærdagsins.  Þetta var alls ekki sett inn sem einhvers konar “grey ég-póstur” – og ég vona að hann hafi ekki lesist svoleiðis.  Þetta var meira sem svar við þessari fullkomnum sem flæðir yfir okkur úr öllum miðlum, sem gefur okkur svo skakka mynd af lífinu og hvernig það er oft.  Það var alltið og sumtið!

2015-07-09-154031 _min

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Stykkishólmur I…

  1. Margrét Helga
    25.08.2015 at 08:26

    Stykkishólmur er náttúrulega bara yndislegur bær 🙂 Hef komið þangað nokkrum sinnum en aldrei gefið mér almennilega tíma til að labba um, skoða og bara njóta 🙂 Amma mín var fædd og uppalin í Stykkishólmi, þannig að mér finnst ég alltaf eiga pínu í bænum 😉

  2. Halla
    25.08.2015 at 10:15

    Svo fallegt í Hólminum 😃 næst þegar þú mætir á Seyðis skal ég vera “guide” og við getum kíkt inn í einhver gömul hús 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *