Hitt og þetta á föstudegi…

…og meira að segja svona lötum föstudegi.

Sumarið er að líða undir lok, og það finnst best á hversu kaldur vindurinn er sem blæs inn um gluggana.  En það er einmitt oft svo gott – að vera undir kúruteppi, skoða blöð og leyfa ferska loftinu að leika um húsið…

www.skreytumhus.is-001

…á milli þess sem ég beitti þessum…

www.skreytumhus.is-002

…og prufaði ýmsar uppsetningar á veggnum í eldhúsinu…

www.skreytumhus.is-003

…færði krúttaralega Maríuvöndinn minn við vaskinn, það var eina leiðin til þess að muna eftir að vökva hann…

www.skreytumhus.is-004

…svo er aðeins verið að breyta og vonandi bæta…

www.skreytumhus.is-005

…ætti að ná að sýna ykkur það í næstu viku 🙂

www.skreytumhus.is-006

…þessi hérna liggur og mænir út í garð…

www.skreytumhus.is-007

…eða starir í átt að útihurðinni, eftir því hvar hann heyrir í krökkunum…

www.skreytumhus.is-008

… út vil eg…

www.skreytumhus.is-009

…lítil sumarblóm kúra í könnu…

www.skreytumhus.is-010

…eins og gott að njóta meðan enn er tími…

www.skreytumhus.is-011

…allir gluggar opnir, og því blæs inn í herbergi litla mannsins…

www.skreytumhus.is-012

…og í rúmi dömunnar er beðið eftir henni…

www.skreytumhus.is-013

…í svefnherberginu er næsta verkefni sem bíður eftir að vera hengt upp…

www.skreytumhus.is-014

…og kertin bíða eftir að kveikt sé á þeim…

www.skreytumhus.is-016

…og þessi uppstilling bíður á eldhúsborðinu, eftir litlum manni sem var greinilega með félagsskap þegar hann borðaði morgunmatinn…

www.skreytumhus.is-017

…annars segi ég bara góða helgi og njótið hennar! 💕

www.skreytumhus.is-018

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Hitt og þetta á föstudegi…

  1. Margrét Helga
    21.08.2015 at 15:48

    Góða helgi mín kæra. Hlakka til að sjá í næstu viku hvað þú ert að bardúsa…

    Knús í hús!!

  2. Ása
    24.08.2015 at 12:09

    Alltaf jafn fallegar myndir og skemmtilegir póstar.
    kveðja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *