…því þegar sumrinu er eytt hér heima er oftar en ekki farið í dagsferðir.
Við fórum í eina slíka í júlí og féllum alveg í stafi yfir geitum!
Best að útskýra betur…
Við heimsóttum sem sé Geitfjársetrið (sjá hér á Facebook) – sem ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki einu sinni að væri til fyrr en núna í sumar…
…og ég, og við, komumst fljótt að því að við hefðum vanmetið geitur öll þessi ár…
…þær eru ekki bara krúttlegar…
…heldur bara dásemdar kelirófur…
…og hreinlega skríða í fangið á manni eins og litlir hvolpar…
…og það er víst óhætt að segja að allir í famelíunni hrifust af þessum krúttum…
…sér í lagi daman, sem eyddi löngum stundum í að sannfæra okkur um að geit væri einmitt það sem okkur vantaði í garðinn…
…þegar við röltum um, þá elti þessi okkur um allt – nr 100 var hún víst…
…awwwww…
…jújú – þarna er kveiknað á suðaranum hjá dömunni…
…og þarna er hann í góðum gír…
…ekki það að mamman var alveg jafn skotin…
…síðan lá leið okkar í hlöðuna…
…þar sem við hittum m.a. þessa hérna…
…og þar með kveiknaði á alveg glænýjum suðara 🙂
…eða umorðum þetta – tvöföldum suðara…
…svo þurftum við auðvitað að heilsa upp á hundana sem eru á bænum…
…og þessi hérna er einstaklega fallegur…
…svo þarf að kíkja þarna inn fyrir – en þarna er hitt og þetta sem er framleitt á staðnum…
…eins og t.d. Fjólusýróp…
…og alls konar sápur…
…hægt að fá sér smakk…
…og einnig hægt að kaupa sér smá geitaís – sem litla manninum þótti sérlega góður…
…og annan “geitlægan” varning…
…í það minnsta varð úr þessu yndisleg heimsókn sem við höfðum öll gaman að…
…og ég mæli svo sannarlega með því að þið lítið við þarna áður en sumri lýkur…
…þó ekki sé nema til þess að fá eitt kiðlingsknús…
…eða kisuknús…
…ég meina það sko – held að ég þurfi að fá mér geit 💕
…tók mynd af skiltinu svo þið sjáið svona helstu upplýsingar…
…það er ekki á hverjum degi sem maður er að taka mynd af sér og syninum og er photo-bombaður af geit…
…og svo er það þannig að íslenska sveitin er nú ansi hreint fögur, sér í lagi þegar sólin skín 💕
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Bara yndislegt að koma að Háafelli…hef reyndar aldrei komið spes í geitaferð þótt ég búi í nágrenninu. Þarf að prófa það einhverntímann. Og hún Jóhanna sem rekur þetta er náttúrulega alveg yndisleg kona og uppfull af fróðleik um geitur og geitaafurðir 🙂 Og kommon…þegar ein geitin er orðin kvikmyndastjarna (eða hún var líklega bara sjónvarpsþáttastjarna) þá skil ég vel að hinar reyni að vekja á sér athygli með því að photobomba smá 😉
Yndislegt! Ekki heyrt um þennan stað áður. Alltaf gott að heyra um sniðuga áfangastaði í dagsferðir. Æðis myndir.
Svo er Reykjanesið einn staður sem stutt er að fara og hægt að gera ýmislegt t.d. skessuhellir, landnámsdýragarðurinn frítt svo er víkingasafnið þar en kostar. Orkuverið jörð í lengri rúnt á Reykjanesinu – brúin milli heimsálfa, sandvík, garðstaðarviti. Sundlaugin í Sandgerði, duus safnhús frítt. Kertagerð þar við hliðiná og ýmislegt sem ég man örugglega ekki í augnablikinu.