…er merki með alveg dásamlegar vörur sem ég koféll fyrir í Köben núna fyrr á árinu.
Ég hef reyndar séð þær í Líf & List líka, en ákvað að deila með ykkur myndum úr nýjasta bæklinginum sem var að koma út núna…
Ég og mín könnuást á sér engin takmörk, og þessi hérna heillaði nú mikið.
Myndatakan og stílíseringin er líka alveg hreint dásemd. Sjáið bara litinn inni í þessum bollum…
Ég held að ég myndi vilja eiga allt á þessari mynd – og neinei, ég er ekkert gráðug…
Þetta er bara endalaust flottar vörur og hugmyndir…
Dúddamía, þar tók hjartað aukaslag ♥
Svo fallegt mynstur á diskinum, og litur á skálunum…
Nú langar mig í svona trébretti…
Svo ekki sé minnst á þessi sem að hanga þarna…
Gróf og flott borðstilling…
Hengipottar og hjólaborð…
Mig hefur alltaf langað í svona smellubretti inn í krakkaherbergi til þess að hengja myndir á…
Dásemdar kökudiskur á fæti og kertastjakar…
Nóg af alls konar diskum á hæðum, sem er alltaf bjútífúlt…
Svo er svo gaman þegar maður sér eitthvað svona, allt í einu fékk ég flugu í höfuðið að fara bara að safna fallegum hnúðum. Gott að eiga þegar maður er að breyta einhverju og fallegt í skál inn á milli – ekki satt?
Eða þetta hér – aldrei hefði mér dottið í hug að það væri svona fallegt að hrúga fullt af römmum saman, en la voila – annað kemur í ljós…
Ótrúlega fallegt og dulítið gamaldags, réttlætir alveg fyrir mér að vera að safna að mér gömlu gleri…
Þessi mynd er eitthvað svo dásamlega mikið haust, finnst ykkur það ekki?
Þó að reyndar væri þetta alltaf frekar rúmið sem ég myndi velja mér 🙂
Ok, og svo mætti þetta vera sumarbústaðurinn minn – er það nokkuð til of mikils mælst?
Síðan talandi um ólæknandi könnuást, þá varð ég að sýna ykkur þesar hérna tvær – algjört yndi…
Þið getið skoðað bæklinginn í heild sinni með því að smella hér.
Hér er Facebook-síða Lene Bjerre og heimasíðan er hér!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Margt fallegt þarna 🙂
alltof mikið…. alltof flott…