….ohhhh barnaherbergi – þau eru í uppáhaldi hjá mér!
Rak augun í þetta strákaherbergi og langaði að deila því með ykkur.
Byrjum því að fyrir-myndunum…
…en eins og sést þá er þetta ekkert alltof stórt herbergi…
…en það var málað í daufum gráum tón, eins og er í uppáhaldi hjá mér í barnaherbergjum. Sá grái leyfir öðrum tónum að njóta sín svo vel. Rúmið var málað í fallegum bláum tóni, reyndar bara svipað og ég gerði hjá litla manninum (sjá hér)…
…svo er rauður alveg æðislegur með – og þarna eru það gluggatjöldin sem gefa litinn og dramatíkina í herbergið…
…stór og mikill skápur geymir alls konar leikföng og hurðarnar hafa verið klæddar í svona skemmtilegu veggfóðri (ps. sjá kisann)…
…líka ótrúlega skemmtilega að merkja skúffurnar svona skírt og skilmerkilega – þægilegt fyrir alla…
…herbergið er með nokkurs konar útilegu-þema, og því verður að vera tjald – það bara segir sig sjálft 🙂
…en vitið þið hvað er eiginlega uppáhaldið mitt?
Þessi hérna heimasaumaði bálköstur og sykurpúðar – krúttað yfir sig alla leið…
Ekki bara flott?
Skemmtilegt þema og sýnir hvað það er hægt að gera margt þó plássið sé ekki stórt!
All photos via http://liagriffith.com/
Vá!! Þetta er ekkert smá flott breyting!! 🙂