Rigningardagur…

…og með slatta af roki.  Þannig var gærdagurinn, og þannig er pósturinn því í dag!

www.skreytumhus.is-056

…það var einhvern veginn dimmt allan daginn, og ég ákvað að leyfa því að njóta sín á myndunum…

www.skreytumhus.is-057

…það er kannski skrítið að tala um að leyfa myrkri að njóta sín, en mér fannst þetta eitthvað svo dásamlega kósý.  Ég var ein heima, kveikti á kertum, kíkti í bækur og naut þess að heyra í rokinu úti og horfa á regnið á gluggunum…

www.skreytumhus.is-058

…og það er líka bara kósý stundum…

www.skreytumhus.is-059

…Stormur var reyndar eitthvað þreyttur/svekktur – kannski langaði hann bara út að hlaupa í rigningunni…

www.skreytumhus.is-063

…og talandi um bækur, þá ákvað ég að taka nýju bækurnar mínar – sem ég var að fá frá Amazon – og blaða í gegnum þær með ykkur.  En þið vitið líka að svona bækur eru skemmtilegar í uppstillingar og sem punt hreinlega…

www.skreytumhus.is-062

…þá var bara að setjast við kertaljósið við eldhúsborðið og byrja…

www.skreytumhus.is-066

…en sem sé, ég pantaði bækurnar allar í einu, þær kostuðu saman um 18þús (hey, ég átti afmæli um daginn) – tók þær með long shipping (átti að vera 4-5 vikur) en fékk þær hingað heim á rétt um viku og borgaði eitthvað um 2000kr í tolla…

www.skreytumhus.is

Elements of Style, er fyrsta bókin (þið getið smellt á feitletraðan titilinn til þess að skoða bókina beint á Amazon)…

www.skreytumhus.is-002

…þessi bók er mjög flott – en af þessum sem ég pantaði – þá er samt minnst í henni sem að heillaði mig…

www.skreytumhus.is-003

…þrátt fyrir að það sé svo sannarlega flottar myndir og hugmyndir…

www.skreytumhus.is-004

…og hey, sumar meira segja eins og hjá mér – eða svona næstum…

www.skreytumhus.is-005

…og skemmtileg barnaherbergi…

www.skreytumhus.is-006

The Nesting Place, er skemmtileg – er skrifuð af bloggara og mér fannst mjög gaman að skoða hana…

www.skreytumhus.is-007

…sérstaklega fíla ég vel “tag-line” bókarinnar, því að mér finnst það vera nákvæmlega sá boðskapur sem ég reyni að koma á framfæri:
 Hlutirnir þurfa ekki að vera fullkomnir til þess að vera fallegir!

www.skreytumhus.is-008

…hún er meira að segja búin að vera að blogga í 5 ár eins og ég 🙂

www.skreytumhus.is-009

…en það er margt fallegt og sniðugar hugmyndir…

www.skreytumhus.is-010

…og mikið rétt – maður tekur þetta eitt rými í einu…

www.skreytumhus.is-011

…lofit…

www.skreytumhus.is-012

…finnst þessi diskaveggur æðislegur…

www.skreytumhus.is-013

…er ekki alveg sannfærð um “draslmyndina” en það er allt í lagi…

www.skreytumhus.is-014

…og ef ég væri með svona fínar hillur í þvottahúsinu – þá þyrfti að geyma eitthvað meira í þeim en bara svona skrauterí 🙂

www.skreytumhus.is-015

Modern Rustic – mjög töff!

www.skreytumhus.is-016

…svo flott forstofa…

www.skreytumhus.is-029

…og þarna eru hlutir sem mér finnst alveg geggjaðir…

www.skreytumhus.is-017

…einsn og þessi uppstilling…

www.skreytumhus.is-018

…og þetta vinnupláss…

www.skreytumhus.is-019

…æðislegt krakkabergi og sveppurinn er að njóta sín svo vel…

www.skreytumhus.is-020

…grófar spýtur notaðar í rúmgafl, við bling ljós – allt gott, svo gott…

www.skreytumhus.is-021

…nema þegar maður sér heildina, þá finnst mér þetta kannski aaaaaaðeins of mikið…

www.skreytumhus.is-022

…og ég væri ekki að fíla þetta pallettu eldhús – þarna er farið yfir strikið mitt 🙂

www.skreytumhus.is-023

…en hér erum við hins vegar hárréttu megin við mitt strik…

www.skreytumhus.is-024

…sérstaklega þegar við blöndum fallegum og fínlegum blómum saman við gróóóófa vasa – víííííí…

www.skreytumhus.is-025

…”Drápuhlíðargrjót” í flottu umhverfi…

www.skreytumhus.is-026

…pöööööörfektó…

www.skreytumhus.is-028

Síðan er það bókin hennar Rachel Ashwell – Couture Praire

www.skreytumhus.is-030

…og hér eru blúndur og blóm og alles…

www.skreytumhus.is-031

…þetta er bókin sem gæti fallið undir Shabby chic-fílinginn, og mér finnst hann fallegur með.  Aðeins og mikið t.d. svona í þessum jólum…

www.skreytumhus.is-032

…en þið þekkið ást mína á könnum…

www.skreytumhus.is-033

….og blómum og þetta gamla borð – mamma mia…

www.skreytumhus.is-034

…og labradorar! awwwww…

www.skreytumhus.is-035

….meiri könnur með blómum…

www.skreytumhus.is-036

…ansi hreint huggó – þó ég segi sjálf frá…

www.skreytumhus.is-037

..sveitó vaskur – svo maður getur komið með blómin beint inn af enginu og snyrt þau yfir vaskinu – blikk blikk 🙂

www.skreytumhus.is-038

…það er líka svo skemmtilegt með svona stíla í bókum, að eins og ég fíla þetta hérna…

www.skreytumhus.is-039

…þá myndi ég aldrei fíla þetta – sérstaklega útaf gardínunum.  Ekki fyrir mig.  Þess vegna finnst mér að fólk eigi bara að velja það sem gleður – úr hinni og þessari áttinni og láta það passa saman…

www.skreytumhus.is-040

Seinust er svo A Life Less Ordinary – og hún er alveg dásamlega falleg…

www.skreytumhus.is-042

…td er margar blaðsíðurnar svona þunnar – þannig að næsta á eftir sést í gegn…

www.skreytumhus.is-047

…svo fallegt…

www.skreytumhus.is-048

…full af gömlum fjársjóðum…

www.skreytumhus.is-043

…og falllegum uppstillingum…

www.skreytumhus.is-044

…oft bara einföldum…

www.skreytumhus.is-045

…og öðrum flóknari og svo fallegum…

www.skreytumhus.is-046

…sjáið bara…

www.skreytumhus.is-049

…maður fyllist innblæstri við þetta…

www.skreytumhus.is-051

…geggjað eldhús…

www.skreytumhus.is-052www.skreytumhus.is-053

…og hvað ég myndi nú elska svona baðkar á fótum…

www.skreytumhus.is-054

…fallegir hlutir í krukkum…

www.skreytumhus.is-055

Ahhhh….eruð þið ekki spenntar í svona bækur eftir þetta?

Ég keypti mér alltaf svo mikið af blöðum, þið vitið hérna í denn.  Alveg frá því að ég var bara krakki að kaupa Popcorn og Bravo-blóðin, unglingur í kvikmyndablöðum, og svo fullorðin í svona fallegum tímaritum.  Síðan ákvað ég að hætta að kaupa þetta allt saman, þegar maður fór að vera svona mikið á netinu – og læt frekar eftir mér að kaupa svona bækur endrum og sinnum.  Gerði þetta seinast hér og hér og hér, og bíð núna spennt eftir YoungHouseLove-bókinni nýju 🙂


www.skreytumhus.is-061

Ég spurði í gær inni á Facebook síðunni, hvort að þið hefðuð tekið á eftir muninum á ameríska innlitinu sem ég birti í gær, og öllum þessum skandinavísku innlitum sem við sjáum víða 🙂

Það sem mér fannst svo skemmtilegt – og þetta á við um flest usa blogg – og líka bækurnar sem ég var að sýna ykkur – er að í það er ekkert af þessum “þekktu” hlutum sem við sjáum á næstum því hverri einustu mynd á skandinavíu-myndunum.

Ekkert Iittala, enginn Letter-bolli, ekkert Pia Wallen teppi, engin hangandi ljósasería frá House Doctor, engar grafískar myndir, engin plagöt með Andy Warhol-tilvitnun, enginn Kahler-vasi. Þið fattið hvað ég meina.

Mér finnst þetta fyndinn munur.  Mér finnst eins og fólk í USA sé frekar að setja hluti inn til sín – af því að þeim finnst það fallegt, frekar en af því að þetta er “í tísku”.  Ég er alls ekki að segja að þetta séu ekki fallegir hlutir (designer hlutirnir), eða að fólk sé ekki að vilja þá af því að þeir höfði til þeirra – mér finnst þetta bara svo áberandi munur!

Hvað finnst ykkur um þetta? Tókuð þið eftir þessu?

1439221367-img-2845x-grande

Það er nefnilega svo mikið verið að matreiða fyrir okkur, bara með því að skoða Pinterest og allt saman að maður verður hálf kreisí.  Ég var t.d. komin með það á heilann á tímabili að ég YRÐI að eignast Pia Wallen-teppið, ég bara VARÐ!

Síðan fattaði ég bara að ég var búin að sjá það svo oft, að þetta var komið í undirmeðvitundina.  Sama með Stockholm-mottuna frá Ikea, þið vitið þessa svörtu og hvítu, hún er alls staðar – og ég var alveg að verða sjúr að hana vantaði í stofuna hjá mér.

Fjúúúúúú – maður þarf sko að hemja sig stundum.

Hafið þið ekkert lent í þessu?

www.skreytumhus.is-064

Eins gott að hætta þessu núna – þvílíkur maraþonpóstur  – abbsakið málæðið, maðurinn minn segir líka oft að ég tali mikið þannig að ég skrifa greinilega mikið líka 🙂

Vona að þið eigið yndislegan dag ♥

www.skreytumhus.is-065

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

6 comments for “Rigningardagur…

  1. Elín Guðrún Ingvarsdóttir
    13.08.2015 at 08:52

    Jú bækur bækur og bækur …. á tímabili var ég alltaf að kaupa matreiðslubækur .. fannst þær eitthvað svo heillandi… sennilega af því að mér finnst bara ekkert gaman að elda… en sonur minn naut góðs af þessum bókakaupum mínum.. ( sagði við hann þetta er arfur þinn ( hann er 26 ára) haha. En svo fór mig að dreyma um svona bækur eins og þú varst að kaupa…og á eftir að skella mér á einhverja af þeim… en þetta með munin á innviði húsa hér og í USA .. er ég sammála… ég er áskrifandi af hús og híbýli og stundum finnst mér ég vera að skoða sömu íbúðina aftur og aftur bara með mismunandi uppröðun og öðru fólki…. og eins og þú þá finnst mér þessir hlutir líka fallegir…. 1000 þakkir fyrir alla póstana frá þér og myndir, pælingar og fleira ….

  2. lilja
    13.08.2015 at 09:53

    vá hvað þetta eru flottar bækur sem gefa ríkulegan innblástur! Veistu hvar er hægt að fá trésúlur eins og sjást á einni myndinni úr the nesting place? Þú rokkar!

  3. Greta
    13.08.2015 at 10:00

    Já, skemmtilegt að pæla í þessu æði hjá okkur fyrir sömu hlutunum. Ég hleyp ekki á eftir neinu af þessu en ef mér finnst hluturinn fallegur kaupi ég mér hann, ekki af því að hann er vinsæll eða “Inn”. Heimilið mitt er blanda af hinu og þessu, gömlu og nýju, hlutum með sögu og fleira. Mér finnst líka mikið skemmtilegra að skoða myndir af heimilum þar sem persónulegi stíllinn skín í gegn.

    Ég hef í gegnum tíðina keypt slatta af tímaritum en er eiginlega alveg hætt því núna nema þegar ég er í útlöndum. Í staðinn tek ég oft tímarit á bókasöfnum eða fer á kaffihús og renni í gegnum 2-3 á meðan ég sötra á kaffibollanum mínum.

    P.S. Hvenær kemur svo skreytum hús bókin?

  4. Margrét Helga
    13.08.2015 at 20:19

    Þú segir nokkuð!! Hugsaði einmitt hvað þetta heimili væri eitthvað látlaust og notalegt, maður var ekki hræddur um að brjóta neitt eða rugla uppröðuninni á púðunum í sófanum, heldur var þetta bara svona “eðlilegt” heimili…

    Bíð líka eftir Young House Love bókinni…langar að kaupa mér fyrstu bókina, sá hana einmitt á Amazon um daginn 🙂

    Og já…tek undir með Gretu…bíð eftir Skreytum hús bókinni 😉

  5. Hera Björk
    14.08.2015 at 14:34

    ARrrgghhh…er að elska þetta upplegg elskuleg:-) Get ekki beðið eftir því að komast í kassana mína og finna bækurnar sem ég hef verið að safna undanfarin ár (kem með eina dýrðlega frá Chile sem ég verð að leyfa þér að skoða við tækófæró)…þetta er mín sjálfsfróun…og hana nú;-D

    Og frábær pæling með munin á þessum heimilum – þekki það sjálf hvernig þetta er eftir verslunarreksturinn að við dúllurnar komum organdi þegar eitthvað vinsælt kemur aftur (ekki datt okkur í hug að kaupa það þegar það kom fyrst) og bara verðum að fá það…NÚNA….STRAX:-)
    Var í pínu flisskasti yfir þessum Kahlersvasa í fyrra þegar ég var í Chile og fjarri góðu “must have” kasti:-) Ein vinkona hennar mömmu sem er sjötug var að ræða þetta einmitt um daginn…það komu jól 2014..hún fékk 2 Kahlers vasa…hún átti afmæli og hún fékk 3 til viðbótar….svo er að hún að hætta í vinnunni og viti menn, það var slegið saman í einn stórann handa henni…hún skilur hvorki upp né niður og segist vera komin með röndótt VasaSafn í stofuna hjá sér…Bwahahahaha…þetta elska ég soldið við Ísland…maður bara verður:-)

    En ég á semsagt engan Ittala og engan Kahler og ekkert Piu teppi og enga Andy Warhol…en herre gúð hvað ég á mikið af allskyns annarri fegurð sem fullnægir á degi hverjum:-D

  6. Margrét
    14.08.2015 at 19:34

    Hjartanlega sammála þér með muninn á USA heimilum og Skandinavískum. Hér vilja allir það sama og sára sjaldan sem maður sér virkilega persónuleg heimili (nema þitt náttúrlega ;)) eigi fólk peninga til að innrétta að vild. Mér finnst mun meiri fjölbreytileiki utan Norðurlandana og ég er hætt að kaupa Hús og híbýli – nenni ekki “sama” heimilinu meir.
    Takk fyrir góðan póst

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *