Nýyrði dagsins…

…eða kannski er það nýyrði fyrir ykkur – ef ekki þá bara brosið þið í laumi 🙂

Orðið sem um er rætt er: Gestagustur!

www.skreytumhus.is-027

Kannist þið við fyrirbærið?

Gestagustur er það sem við köllum það, þegar við erum löt heima á sunnudegi og síminn hringir.  Í símanum er X og tilkynnir komu sína – eftir að hafa hugsað: vííííí, X er að koma.  Þá kemur kannski smá, hvur skrambenn, hér er allt hálfskeint!

Þá er Gestagusturinn góður vinur!  Þá er tekin smá svona syrpa um húsið, og hlutunum er vippað í lag, svona eins mikið og hægt er.

Það segir sig auðvitað sjálf að Gestagustur er mismikill eftir stríðsástandi heimilisins.

Það er gefið mál.

Mynd fyrir gust 😉

08-Skreytumhus.is 28.05.2015-007

En Gestagustur er ágætur svona endrum og eins.

1. Hent í eða úr uppþvottavél eftir hendinni – um leið og svæðið í kringum vaskinn er hreint – þá lookar allt betur.

2. Lauslegu er komið fyrir á draslstól!  Eigið þið draslstól?  Annar stóllinn við eyjuna hjá okkur geymir iðulega samansafn af tímaritum/dagblöðum/dreifipósti, sem á eftir að henda lesa 🙂

3. Sófinn er skveraður af – bara að laga til púðana og teppin, er oft nóg til þess að stofan look-i þokkalega vel.  Þó segir sig sjálf að sófaborðið má ekki vera með morgunkornsdiskum barnanna frá því að horft var á barnatímann um morguninn.

4. Opnað vel út og fersku lofti hleypt inn – gott loft og allt virkar fínna og ferskara – hvort sem um að að ræða um sumar eða vetur.

5. Þvottakarfan þarf ekki bara að vera fyrir þvott.  Gott er að kippa með þvottakörfu og hlaupa um húsið og kippa með einu og öðru lauslegu sem eftir á að ganga frá.  Það má svo fara í það mál síðar.

6. Svefnherbergin – ef búið er um rúmin, þá er það næsta víst að herbergið virkar mikið hreinna.  Ég geri þetta alltaf þegar að ég er að breyta í krakkaherbergjunum, þá er eitt af því fyrsta sem ég geri að búa um rúmin – það er oftast það fyrsta sem horft er á og hreint rúm=hreinn flötur=mikið hreinna herbergi.  Þó ekki sé gert annað en að dusta út sænginni þannig að hún liggi slétt og fín 🙂

7. Baðherbergi – pússa hratt yfir spegil, það er helst að þú náir að redda þér þannig í hvelli.

8. Moppa meðfram veggjum, undir matarborði og þessa helstu staði (við þekkjum þetta með gæludýr sem fara úr hárum og krakka sem að sulla og krumsa út gólf – það þarf að redd´essu).

9. Kveikja á kertum, sérstaklega á kvöldin og taka á móti gestum með bros á vör 🙂

10. Gott að búa á Álftanesi þegar á þessu stendur, fólkið er oftast ekki í næsta húsi og tekur það smá tíma að koma – alveg séns að þetta náist 😉

Mynd eftir gust – haha!

02-Skreytumhus.is 1.06.2015-016

Kannist þið við svona?  Hvað kallið þið þetta “ástand” – þegar að maður ætlar að rumpa öllu af í hvelli?

Reyndar, ef ég á að vera hreinskilin, þá tek ég svona gestagust flesta daga, en það minnkar líka álagið þegar að raunverulegan gest ber að garði og þarf að taka smá innanhússkver.  Og hana nú, þetta var vitleysa dagsins – sem taka ber sem slíkri!

www.skreytumhus.is-021

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

7 comments for “Nýyrði dagsins…

  1. Anna Sigga
    11.08.2015 at 09:23

    hahahahaha já kannast við svona fæ þó sjaldan “gestagust” 😉

  2. Margrét Helga
    11.08.2015 at 09:29

    Hahahahaha 😀 Gestagustur er frábært orð! Hér er þetta vel þekkt fyrirbæri, kallast gestaþrif eða panikktiltekt ef maður blandar norskunni í þetta (panikkrydding) 😉 Takk fyrir tékklistann, gott að gáfa hann við hendina 😉

  3. Svava
    11.08.2015 at 09:37

    Ég hef notað orðið gestasprettur yfir þetta fyrirbæri, sá að það er til víða http://vefir.nams.is/komdu/eldgos/pdf/k_s_eldgos_klb_2015.pdf og hér http://old.enjo.is/?Page=product&itemid=101
    Gestagustur er líka skemmtilegt því það gustar svo sannarlega um mann á þönum að redda öllu fyrir óvænta gestkomu 🙂
    Já og takk fyrir skemmtilega pósta.

  4. Guðrún H
    11.08.2015 at 09:37

    Þetta er mjög gott orð, mér fannst ekki síðra að allt skyldi vera hálfskeint hjá þér 🙂

    Við tökum svona gust reglulega hvort sem gestir eru að koma eða ekki, spurning hvort maður eigi að flytja sig á Álfranesið til að hafa einhverjar mínútur upp á að hlaupa 😉

  5. Margrét
    11.08.2015 at 13:34

    Ég þekki þetta..og þarf eiginlega að taka einn svona gestagust á eftir þar sem ég á vona á gestum 🙂

    Kv.Margrét

  6. Svala
    11.08.2015 at 22:50

    er eitthvað á lause á nesinu? Nei, segi bara svona 😉

  7. Erla Rún
    12.08.2015 at 16:45

    Kannast mikið vel við þetta, köllum þetta gestasprett! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *