Til minnis…

…fyrir mig – en vonandi til skemmtunnar fyrir ykkur!

Litli maðurinn, sem átti afmæli í seinasta pósti, er einstaklega snjall til svars stundum og fljótur til.  Hann er líka skemmtileg blanda af mýkt og gauralátum.

10404153_10203515466620629_4572591957582518060_n

Til að mynda, daginn sem afmælið hans var, þá spurði ég hvort að hann hafði ekki átt góðan dag.  Jú, hann var sko glaður með daginn – og svo fékk hann svo falleg afmælisský.  Við vorum nefnilega að úti að keyra og ég tók mynd af skýjunum, sem voru svo falleg þennan dag.  Þrátt fyrir alla pakkana, þá var þetta það sem hann minntist á fyrst af öllu 🙂

10983822_10206731285894101_2541746121315939483_n

* við vorum að labba inn, úr bílnum, og ég tek eftir að hann gleymdi hattinum sínum og spyr um hann.  Litli gaur sagði að pabbi væri með hann.  Ég spurði hvort að hann ætti ekki bara að halda á honum sjálfur.  “Neiii, ætla bara að leyfa pabba að hafa hann, hann er svo viðkvæmur” bwaaaaaha 🙂

IMG_2180

* Í bíó, þegar eitthvað skelfilegt var að gerast í myndinni, þá kreistir mamman hendina hans og segir æjæj. Svona til huggunnar.
Þá tosar sá litli mömmu til sín, tekur utan um hálsinn og knúsar og segir: Svona svona mamma mín, þetta er allt í lagi. Þetta er bara mynd!

* að klæða sig í sokka og spyr: Er þetta krummasokkur?
* að kveðja vinkonu, eftir afmælisveisluna hennar: Bless bless afmælisstelpa!
IMG_0906
* lítill maður kominn í ból og kallar fram: “Góða nótt mamma, dreymi þig fallega……og mamma, ekki fara að djamma!”
*
* Mamma: “Góða nótt ástin mín, og takk fyrir daginn”
litli gaur: “Góða nótt mamma, takk fyrir daginn og takk fyrir að bjóða mér í matinn”
IMG_1725
*um jólin gekk lítill maður til foreldra sinni kl 20:15: “jææææææja, á ekki að fara bursta mig svo ég geti farið að sofa?”
Haha….og Guð blessi jólasveinana 13!
IMG_7282
* Þegar maður er 4ra ára þá er lífið ekkert svo flókið!
Litli maðurinn er mikið búinn að vera að spá í dauðann eftir að við misstum Raffann okkar. Svo í gær vorum við að horfa á bíómynd þar sem aðalpersónan missti ættingja og þá sagði gaurinn: “getur hann ekki bara fengið nýjan frænda?”
Ég var að segja honum að þetta virkaði ekki alveg svoleiðis, því að maður fengi aldrei aftur sömu manneskjuna. Tók sem dæmi að ef ég myndi falla frá að þá ætti hann t.d. enga mömmu.
Hann spáði smá og sagði svo: “Gæti ég ekki bara fengið að eiga mömmu hans Þórðar?”
11241614_10206030611337675_7134750446356396335_n
…við erum öll að sakna Raffa okkar, og hann er ennþá mjög ofarlega í huga okkar.  Litli gaur gætir þess að setja púðann stundum á koddann sinn á daginn, og breiðir ofan á hann.  Svo “Raffi” geti kúrt aðeins.
11855911_10206731285774098_5824519635199362154_n
Á afmælisdaginn þá var hann að hlaupa upp í rúmið sitt, og ég kom á eftir, þegar ég geng inn – þá sé ég hann kyssa púðann og segja: “góða nótt Raffi minn, sofðu vel”  ❤
Fékk smá svona kusk í augað og hjartað datt á gólfið!
IMG_9553
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Til minnis…

  1. Jenný
    06.08.2015 at 09:36

    Hann hefur yndislega fallegt hjarta þessi drengur sem þið eigið. Til hamingju með hann 🙂

  2. Magga Einarsdóttir
    06.08.2015 at 10:52

    Til hamingju með afmæli litla manns, þið eigið yndislega fallegan dreng.
    Ég er ekki frá því að ég fékk kusk í bæði augun við lesturinn um Raffa ykkar.
    Takk fyrir alla skemmtilegu póstana þína Dossa, það er alltaf svo gaman að kíkja í heimsókn á bloggið : )

  3. Margrét Helga
    06.08.2015 at 14:46

    Hann er náttúrulega bara snillingur þessi sonur ykkar. Algjör grallari en með ofboðslega stórt og gott hjarta og passar vel upp á sína 🙂

    Skil vel að þú hafir svitnað svolítð um augun við að heyra þetta með Raffa <3

    Knús til ykkar!

  4. Gurrý Kristjáns
    06.08.2015 at 15:47

    Svo fallegur og góður þessi dásamlegi drengur sem þú átt, innilega til lukku með hann kær kveðja

  5. Sigga
    06.08.2015 at 18:19

    Dásamlegur alveg, mikið eru þið falleg fjölskylda og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með 🙂

  6. Guðrún
    06.08.2015 at 18:49

    Yndislegur drengur, þú ert rík að eiga þessi dásamlegu börn!

  7. Svala
    06.08.2015 at 21:59

    Yndispjakkur 💗

  8. Gurrý
    27.08.2015 at 11:43

    Æjæjjææjæj enn dásamlegur – ég á einn svona orðheppinn líka…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *