Þegar að litla stelpan mín (sem í dag er orðin næstum 5 ára) fæddist
þá útbjuggum við herbergi handa henni.
Það var alls ekki stórt en mikið afskaplega varð það bleikt…. og er enn!
Hún var í það minnsta alsæl þarna inni – undi sér vel og naut þess að horfa á dótið sitt.
Rúmið er frá Tekk en kommóðan frá IKEA
Gamall bangsi frá mömmunni klæddur í balletpils sem
að sú stutta notaði síðan á sjálfa sig þegar hún hafði aldur til..
Snagar frá Söstrene Grenes og á þeim hanga kjólar til skrauts
Dúkkuhúsahilla frá Tekk, körfur frá IKEA og saumað innan í þær
Yndislegur órói sem hélt athygli dömunnar í lengri tíma
Skírnarkertið, málverk með ljóði og
bangsi sem fékk nafnið Lúlli og er enn í mikilli notkun
Ljóskastari sem utan um voru fest marglit fiðrildi
Keypti sæta hnúða á kommóðuna og skáp – gerbreytti þeim 