Preview af herbergi litla mannsins..

litli gaurinn minn er komin með sitt eigið herbergi, þrátt fyrir að sofa inni í herbergi foreldra sinna.  Ég ákvað að hafa einn brúnan vegg (var málaður þannig áður) og svo nýtti ég kommóðu sem að ég átti áður.  Síðan voru helstu litirnir ljós lime grænn, og ljósblár.
Einhvern veginn æxlaðist það þannig að uglur urðu alls ráðandi – veit eiginlega ekkert hvernig það gerðist.
Hér koma nokkrar myndir en þetta er ekki fullklárað – verk í vinnslu:
 Rúmið er úr Tekk, sama rúmið og systir hans notaði
 Hillan var keypt í IKEA
 Rammar, einn með stafróinu, annar með
bílakorti, og sá þriðji með uglukorti
 Gamli Pooh og vinir hans sitja vaktina
Grein í vasa er skreytt með firðrildum sem
að fljúga síðan alla leið upp í gardýnustöngina
….og svo að lokum, sá sæti sem að á heima í þessu herbergi:

 

5 comments for “Preview af herbergi litla mannsins..

  1. Anonymous
    20.11.2010 at 14:53

    flott herbergi 🙂 hvar fékkstu uglu og fugla myndina sem eru þarna á næst síðustu myndinni?

  2. 21.11.2010 at 00:36

    Takk fyrir 🙂

    Þetta er bara strigar sem að ég málaði og setti svo vegglímmiða á. Endaði svo með að ég tók þá aftur af strigunum og límdi fuglinn á vegginn

    http://3.bp.blogspot.com/_EwHLILP5a_8/TOB8zMdoRAI/AAAAAAAAAK4/qpDR0z3Ffeg/s320/2010-11-03-101121.JPG

    En sneddí lausn, ef þú ert t.d. í leiguhúsnæði og vilt geta tekið límmiðana með þér á milli íbúða (sko þegar þú flytur, varla bara dagsdaglega – muhahaha).

  3. Anonymous
    23.11.2010 at 23:34

    aha sniðug 🙂 var akkurat að panta mér uglulímmiða frá USA, hlakka til að setja þá upp og jafnvel að maður setji einhverja á striga 😛
    kv. Íris

  4. Anonymous
    29.06.2011 at 10:48

    Hvar fékkstu bangsa-uglurnar sem eru í hillunni? 😉

  5. 30.06.2011 at 23:01

    Uglurnar eru frá USA, sú græna er frá Pottery Barn og brúna er frá Target 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *