5 ára afmælið – sumar og sól…

…loksins kom að því, að litla sumarbarnið mitt fengi afmælisveislu á sjálfan afmælisdaginn.  Það er nú einu sinni þannig að við sumarbörnin erum vön því að halda upp á afmælin á öðrum tíma en á afmælisdaginn, sér í lagi við sem erum seinni hluta júlí.

Það eru alltaf einhverjir í útilegu, í fríi og annars staðar en heima við.

En litli maðurinn minn átti afmæli 27.júlí og við vorum búin að vera á báðum áttum hvort að við ættum að bíða með þetta eins og áður hefur gerst (lengst fram í okt!!!) eða bara drífa í þessu.  Á sunnudagseftirmiðdegi, þá leit spáin vel út, og við ákváðum bara í hvelli: ok, afmæli á morgun! 🙂

Þá var bara að skella í afmælisveislu, einn, tveir og þrír!

En fyrst af öllu, þá var afmælisdrengurinn vakinn með pökkum, söng og möffins…

01-www.skreytumhus.is

…og þessi litli gaur sparar aldrei knúsin…

02-www.skreytumhus.is-001

…né heldur brosin…

04-www.skreytumhus.is-003

…og svo klappaði hann fyrir hverjum pakka – enda búinn að bíða og bíða eftir þessum degi og telja niður!

05-www.skreytumhus.is-004

…meiri knús handa stóru systur…

07-www.skreytumhus.is-006

…og svo afskaplega kátur og glaður með daginn, sem var rétt að hefjast!

08-www.skreytumhus.is-007

…var ég búin að segja, óspar á knúsin ❤

09-www.skreytumhus.is-008

…en það varð að skreyta smá, og ég stökk inn í Rúmfó – samdægurs – og fékk þar allt sem ég þurfti, og allt sem var gert, var gert á ca klst áður en gestirnir komu.  Ekki sniðugt – betra að gefa sér góðan tíma.

En ég fór bara í sumarlega liti, bjart og skemmtilegt…

10-www.skreytumhus.is-009

…við setum borðplötur á vinnutrönur á bakvið hús, þar sem við grilluðum í kvöldsólinni…

11-www.skreytumhus.is-010

…setti þennan sumarlega og sæta plastdúk með doppum, og ákváð þá að skreyta með sveppunum sem eru inni hjá litla manninum til skrauts…

12-www.skreytumhus.is-011

…og þar sem þetta stóð úti, þá var eins gott að setja krukkurnar með loki út – þannig að ekkert óvelkomið væri að kíkja í þær…

13-www.skreytumhus.is-012

…elska alveg þessa lukt úr Rúmfó, sem ég er að nota bara sem vasa hérna, og skellti bara rabbabara í hana…

14-www.skreytumhus.is-013

…rörin voru líka geymd í glerkrukku, fram að notkum og svo voru auðvitað vínber fyrir krakkana – því að þau elska að fá sér svoleiðis…

15-www.skreytumhus.is-014

…þar sem að lognið fer mishratt yfir hér á landi – þá skellti ég líka smá glerkúpli yfir pappaglösin, svo þau fjúki ekki 🙂

16-www.skreytumhus.is-015

…veifurnar voru síðan festar í trén, hér og þar um garðinn…

17-www.skreytumhus.is-016

…sem gerði bara skemmtilega stemmingu…

18-www.skreytumhus.is-017

…settum upp nokkrar stöðvar, og þarna var hægt að leika í indjánatjaldinu (þetta fékkst hjá Iamhappy.is) og við settum körfu fulla af búningum á teppið, svo hægt væri að dressa sig upp…

19-www.skreytumhus.is-018

…trampólínið var líka skreytt með veifum, en þessar fást í Rúmfó og kosta bara 299kr lengjan, þannig að þetta var ódýrt, fallegt og skemmtilegt skraut í garðinn…

20-www.skreytumhus.is-019

…öllum boltum heimilisins var safnað líka út á trampólín – en best af öllu, var þegar að góðir vinir komu í heimsókn og þvílíka gleðin hjá þessum hérna…

21-www.skreytumhus.is-020

…eins og þið sjáið, þá voru veifurnar útum allt…

23-www.skreytumhus.is-022

…og það myndaðist skemmtileg útistemming…

24-www.skreytumhus.is-023

…þarna var hægt að sitja og njóta…

25-www.skreytumhus.is-024

…en krakkarnir voru mest í garðinum, og eiginlega bara helst á trampólíninum…

26-www.skreytumhus.is-025

…eða hérna!

Ójá, fyrr í vetur var Aha.is með tilboð á leigu á candyfloss-græju og ég keypti svoleiðis.  Þetta varð þvílíka gleðin og snilldin.  Krakkarnir eeeeeelskuðu þetta og svei mér ef nokkrir fullorðnir nældu sér ekki líka í 🙂

27-www.skreytumhus.is-026

…og svo smekkfylltist húsið. Enda eigum við stóóóóra fjölskyldu og þrátt fyrir að 15manns hafi ekki komist, þá voru gestir yfir 40 manns 🙂

28-www.skreytumhus.is-027

…og þessi hefði varla getað verið kátari!

29-www.skreytumhus.is-028

…eða jú – kannski hérna 🙂

30-www.skreytumhus.is-029

…já og hérna!

31-www.skreytumhus.is-030

…nú og með krakkana smekkfulla af candyflossi, þá vantaði ekki orkuna í hoppið og lætin…

33-www.skreytumhus.is-032

…við grilluðum hamborgara og pylsur í mannskapinn, á tveimur grillum – dugaði ekki minna…

35-www.skreytumhus.is-034

…hrikalega sætar servéttur úr Rúmfó – þær eru bara sumar og gleði – og pappadiskar (sem var sniðugasta hugmyndin fyrir rúmlega 40manns í mat!!)…

34-www.skreytumhus.is-033

…gamla trogið fékk fallegt viskustykki í sig og var fyllt af brauði…

36-www.skreytumhus.is-035

…og svo bara hammarar og grænmeti – kasjúal og einfalt…

37-www.skreytumhus.is-036

…en drengir verða líka að fá köku, og þar sem þetta var ákveðið kvöldinu áður var lítill sem enginn tími til þess að redda sér.  Ég hringdi því samdægurs í Bakarameistarann og sendi myndina af Power Rangers í tölvupósti á þá, og þeir redduðu mér alveg!

Frábært þjónusta og þessi litli maður ELSKAÐI kökuna sína svo mikið  ❤

38-www.skreytumhus.is-037

…kátir krakkar bíða eftir köku…

39-www.skreytumhus.is-038

…og svo var sungið ♩ ♪ ♫ ♬

40-www.skreytumhus.is-039

…big thumbs up…

42-www.skreytumhus.is-041

… og fyrir stóra fólkið – dásamlegar tertur sem mamma kom með, ásamt restum af súkkulaðikökunni…

43-www.skreytumhus.is-042

…og klassískar hrískökur…

44-www.skreytumhus.is-043

…og svo var loks komið að pökkunum…

45-www.skreytumhus.is-044

…sem þótti endalaust spennó…

46-www.skreytumhus.is-045

…og enn var klappað fyrir hverjum pakka – þessi litli gaur sko 🙂

48-www.skreytumhus.is-047

…og hann tók upp á því sjálfur að knúsa og þakka fyrir hvern einasta pakka um leið og hann var búinn að opna…

49-www.skreytumhus.is-048

…stóra systir las á kortin…

50-www.skreytumhus.is-049

…litlir pakkar eru llíka spennandi…

51-www.skreytumhus.is-050

…þetta þótti snilld – munnharpa…

52-www.skreytumhus.is-051

…ekkert smá skemmtilegt…

53-www.skreytumhus.is-052

…einbeittur spilari…

54-www.skreytumhus.is-053

…og knúsar á milli pakka…

55-www.skreytumhus.is-054

…þessi sæti vinur kom með sniðugan pakka, púsl sem hékk í blöðru og innan í blöðrunni var peningur…

56-www.skreytumhus.is-055

…það þurfti því að hossa og hamast á henni til þess að sprengja hana…

57-www.skreytumhus.is-056

…sem bar loks árangur – ferlega sniðugt 🙂

58-www.skreytumhus.is-057

…klappað fyrir pökkum…

60-www.skreytumhus.is-059

…og viðbrögðin voru oft ansi fyndin…

61-www.skreytumhus.is-060

…og sum kortin voru flutt munnlega af gefanda…

64-www.skreytumhus.is-063

…sjáið bara kætina – þau eru alveg að missa sig!

65-www.skreytumhus.is-064

…elska þessa myndir – þau eru svo kát…

66-www.skreytumhus.is-065 67-www.skreytumhus.is-066

…stóra systir í miklu prakkarastuði…

69-www.skreytumhus.is-068

…ánægður með daginn sinn og allir knúsaðir fyrir…

70-www.skreytumhus.is-069

…amma og afi að kveðja, og frændurnir alveg að missa sig í kúlinu (og pabbinn líka)…

71-www.skreytumhus.is-070

…greinilega bara sætir strákar í þessari famelíu…

73-www.skreytumhus.is-072

…ég fékk smá samviskubit að hafa ekki gert svona stórt skreytiborð – eins og ég er vön.  En ég er nokk viss um að það kom ekki að sök, því að þessi litli maður var svo sæll með daginn sinn og allt sem að honum kom.

Næst gerir mamman betur, en í þetta sinn, þá varð það bara kasjúal afmæli – létt og skemmtilegt 🙂

Til hamingju með daginn þinn yndislegast strákur í heimi – við elskum þig til tunglsins og alla leið til baka  ❤

74-www.skreytumhus.is-073

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “5 ára afmælið – sumar og sól…

  1. Margrét Helga
    05.08.2015 at 15:55

    Greinilega yndislegur dagur hjá ykkur! Það er einmitt það sem afmælisdrengurinn á eftir að muna, hvað það var gaman!! Og þú skreytir bara tvöfalt þegar hann á afmæli næst!! :p

  2. 05.08.2015 at 16:10

    Happy Birthday Big Boy, I have a summer boy too. His birthday was July 28th….Greetings from the USA

  3. Berglind
    05.08.2015 at 16:32

    algjör óþarfi að vera of harður á sjálfan sig og fá samviskubit yfir borði sem ég er alveg viss um að þessi glaði drengur tók ekkert eftir að vantaði, mér sýnist á öllu að hann hafi verið alsæll með þetta allt saman og það eitt og sér skiptir máli og eru nægileg verðlaun 🙂

    Mjög falleg og flott afmælisveisla í alla staði

    Kv. Berglind

  4. Kristín S
    06.08.2015 at 17:21

    Langbestu og þægilegustu afmælin fyrir foreldrana eru hamborgaraafmæli – mun verða sem oftast með þau í framtíðinni, ekki spurning 🙂

  5. Vigdís
    12.08.2015 at 23:54

    Hæ hæ, vá en flott og skemmtilegt afmæli og yndislegar allar myndirnar <3 <3 <3

    Innilegar hamingjuóskir með 5 ára afmælið þitt, elsku Garðar Freyr minn
    kveðja Vigdís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *