Bakkað..

mér finnast bakkar alveg hreint ómótstæðilega skemmtilegir.  Skrítið ekki satt?
En einhvern vegin er hægt að draga saman hluti sem eiga ekkert sameiginlegt og láta þá mynda heild með því að standa á bakka.  Það er í það minnsta mín skoðun.
Ég keypti mér bakka um daginn, hvítann viðarbakka sem að ég get ekki beðið eftir að jóla eitthvað þegar nær dregur desember, þangað til bíður hann þolinmóður í stofunni – greyjið:
Það var fínt að setja bók í bakkann, bæði til þess að fá betri hæðarmismun á hlutina og svo líka til þess að fá smá lit í botninn á bakkanum.  Hvað er meira viðeigandi en Home-bók frá Pottery Barn?
Ég keypti í fyrra plexigler “bakka” í IKEA (er einhver farin að sjá munstur af IKEA ferðum hjá mér?) – þetta var í eldhúsdeildinni og var ætlað undir krydd en ég ákvað að gera jólaskreytingu í hann:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *