…því svona í tilefni helgarinnar þá ákvað ég að deila með ykkur nokkrum myndum úr útilegu núna fyrr í mánuðinum!
…stundum eru göngutúrar bara skemmtilegastir, sérstaklega í lúpínuhafi…
…tala nú ekki um þegar að stigar eru til staðar til þess að príla í og stilla sér upp í…
…og muna að stoppa og njóta blómanna…
…og auðvitað að vera í félagsskap…
…litlir kallar eru hrifnir af alls konar græjum sem hægt er að príla í…
…en mamman nýtur þess að gera smá fínerí í kringum sig…
…og allir kunna að meta það þegar að sólin skín…
…jafnvel þó að það kalli á smá flíspeysur með, svona oftast nær…
…nema þeir sem eru í “pels” og þjóta um allt…
…og verða svona líka fallega skítugir eftir smá labbitúr…
…þá er sniðugt að vera með svarta labba, og það sést ekkert hvað þeir verða skítugir 😉
…þrátt fyrir að vera orðinn stór strákur sem kannar heiminn…
…þá eru knúsin alltaf best og nauðsynleg…
…gamla settið…
…stúlkan sem fór á handahlaupum um landið…
…og hin fimm fræknu saman…
…þegar að ungir menn finna griflur sem þá hefur lengi dreymt um, þá eru þær notaðar – þrátt fyrir 20° hita (reyndar bara þennan eina dag)…
…dásamlegar vinkonur…
…ég elska biðukollurnar, þær eru undursamlegar…
…eitthvað svo ævintýralegar…
…blómabörnin mín…
…bæði tvö…
…fórum í Jólahúsið (póstur með því síðar) og bóndinn brallaði aðeins við skiltið – svona til þess að losna við allt jólastressið.
Það er ekki bara Trölli sem reynir að stela jólunum…
…þar sem að biðukollurnar eru mér mikið að skapi, en aldeilis ómögulegt að setja þær í vasa – þar sem þær eru svo viðkvæmar – þá fann ég eina sem var rétt að byrja að “bifast”…
…þvílík og önnur eins fegurð í einu sköpunarverki!
…og tveimur tímum seinna – þá var hún orðin svona og augnablikið liðið. Minnir mann svo sannarlega á það að njóta augnabliksins og þeirrar fegurðar sem það hefur upp á að bjóða…
…annar sem hefur hringað sig, í augnablik 😉
…og svo var haldið af stað suður – eftir heimsókn á dásamlega norðurlandið…
…annars vil ég bara óska ykkur góðrar skemmtunar um helgina og farið nú varlega ❤️
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Er blessunarlega laus við að ætla að fara eitthvert um verslunarmannahelgina! 🙂 Verð bara heima í sveitasælunni og rólegheitunum…vonandi njótið þið allar/öll helgarinnar!