Hvítt er gordjöss..

 ég er alveg ofsalega hrifin af hvítum lit, ehh eða litleysi hvíta litsins.  Skoða mikið af húsbloggum frá norðurlöndunum þar sem að hvítt er alveg allsráðandi.  Hvítur litur á flestu ásamt svona gamaldags fönkí mynstrum og mismunandi máluðum húsgögnum af loppumörkuðum.  Mér finnst þetta flott en er ekki viss um að ég gæti búið í of hvítu umhverfi.
Síðan skoða ég mikið af USA-húsbloggum en þar er mikið meira af svona heavy húsgögnum, veggir málaðir í einhverjum litum, teppum á gólfum – allt svona þyngra.  Mikið fyrir gluggum og mikið af fylgihlutum.
Ég er farin að hallast að því að ég er svona eins og Ísland – pínulítil og alveg á hausnum? – nei, svona mitt á milli Evrópu og USA 🙂  Tek sitt lítið af hverju og reyni að blanda því saman þannig að það myndi umhverfi sem að mér og mínum líður hvað best í.  Hvítur litur en líka brúnir tónar og svart sem kemur á móti.
Held að þessi mynd lýsi mér best – svona hvítt en hlýlegir og dökkir tónar blandaðir með!
Afsakið en ég man ekki hvaðan myndirnar koma, save-a reglulega
myndir inn á tölvuna en ekki hvaðan þær koma.  Klúður!

4 comments for “Hvítt er gordjöss..

  1. 03.11.2010 at 09:05

    Very nice picture, and your blog as a whole is nice to watch and read. I like your blog very much. Come take a look Teuvo images http://www.ttvehkalahti.blogspot.com blog and tell all your friends why you should visit Teuvo Photos blog, because that may be your country’s flag to rise higher in my blog .. September Sincerely, Teuvo Vehkalahti Suomi Finland

  2. Anonymous
    03.11.2010 at 09:13

    bara að prufa hvort þetta komment virki 🙂
    kv. Bryndís

  3. 03.11.2010 at 12:03

    Þú virkar Bryndís mín 😉

    kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *