eru alveg ótrúlega heillandi! Allt sem er með fiðrildum nær athygli minni á örstundu. Var að horfa á nýjustu seríuna í Gossip Girl núna um daginn, og herbergið hennar Serenu er með Fiðrilda-listaverki fyrir ofan rúmið sem að mig langar þvílíkt í. Þetta er eftir mann sem heitir Paul Villinski og hann gerir alveg ótrúlega fallega hluti. Notar dósir, gamlar vinylplötur og alls konar efni til þess að búa til þessa ævintýralegu fjarsjóði.
Source: http://www.paulvillinski.com/¨
|
Source: http://www.paulvillinski.com/ |
Svo er líka alveg svakalega flott veggklukkan sem heitir “Butterfly Clock” eftir Susanne Phillippson – ferlega flott.
Source: http://www.ladiesgadgets.com/ |
Ég hef alltaf notað fiðrildin í herberginu hjá skottunni minni, skreytti ljósakrónur og keypti fiðrilda-handföng á skápinn hennar og kommóðuna:
Ég keypti líka þennan lampa í Ikea og skeytti hann bara með fallegum upphleyptum límmiðum, mjög einfalt og stendur enn fyrir sínu núna 4 árum seinna:
Fiðrildin eru líka búin að gera innrás sína í herbergi litla mannsins en þau eru reyndar í bláu þar 🙂
sem sé frildi (eins og Ella frænka sagði alltaf) eru bara bjútifúl!
Mér finnst þetta fiðrildalistaverk í gossip æði, hef einmitt horft “girndaraugum” á það þegar það er sýnt í þáttunum.
Hrikalega flott þetta G í glugganum hjá Garðari Frey
kv. Bryndís
Ég elska líka fiðrildi og þau fanga líka alltaf mína athygli! Er með eitt tribal-fiðrildi frá árinu 1995 á bakinu sjálf 😉 Kveðja frá Kristínu Hrund.
Þetta blogg er eins og talað útúr mínu hjarta 🙂 Takk fyrir að deila fiðrildahugmyndinni úr gossip, hef alltaf öfundað hana af veggnum, maður fattar bara ekki alltaf að bjarga sér sjálfur..Takk annars fyrir skemmtilegt blogg, kíki inná það oft í viku í von um eitthvað nýtt 😉
Kv. Anna
Mér finnst fiðrildin í barnaherbergjunum algjör æði 🙂 hvar get ég nálgast þau?
Kveðja Díana