…enda er það skylda að taka hús á eðalfrúm þegar að maður ferðast um sveitar!
Ég líka lofað ykkur að kíkka við hjá Frk. Blómfríði er heimsókn sem þið viljið ekki missa af, en frökenin er búsett Ytri-Brennihóli, Hörgársveit Akureyri.
Þetta hér var aðkoman, og hún er dásemd – læðumst fram hjá náttkjólum og ef maður veltir því fyrir sér, þá er spurning um hver fór úr föðurlandinu hjá frökeninni 😉
…og inni er allt þetta hérna…
…og meira til…
…ég á alltaf sérstaklega bágt með mig í svona gramserí og gersemum…
…þar sem allir hlutir eiga sér sögu og hver og einn er eitthvað svo einstakur…
…dásamlegar litlar könnur…
…finnst ég vera í endalausri fjársjóðsleit…
…þessi var nú ansi sætur sperrtur…
…og þessi mikið krútt…
…og þetta er staður sem maður þarf að gefa sér tíma til þess að gramsa smá…
…rétt til þess að ná að skoða sirka helminginn…
…ónei – kökudiskar á fæti, ég á erfitt með mig!
…held að þessi trölladúkka sé að reyna við þessa babúsku 😉
…kertastjakafíkillinn innra með mér átti erfitt með sig…
…og þessi hvíti tvöfaldi diskur, ég vildi gjarna bjóða honum heim með mér…
…flottar þessar stóru glerflöskur…
…hestar og silfur og hausar og…
…og allt þetta postulín…
…endalaust af gersemum…
…dásamlega krúttlegur lítill skápur…
…og falleg Maríustytta og púðar…
…og það var ekki bara mamman sem hafði gaman af heimsókninni. Þessi litli maður rak upp stór augu þegar að heimalingarnir kíktu aðeins inn…
…og ekki var það verra þegar þau fengu að gefa þeim smá að drekka með…
…tekið þátt í smá heyskap – eða þannig 🙂
…yndislegur staður heim að sækja…
…og mjög eftirminnileg heimsókn – krakkarnir eru enn að tala um heimalingana!
…og ég er enn að hugsa um kertastjaka sem ég skildi eftir – dææææææs…
Ég datt í smá nostalgíukast og langaði að fá mér litlu gömlu sögurnar sem eru þarna á borðinu…
…og mér finnast svona tindátar æðislegir í strákaherbergi sem punt…
…gömul leðurpulla, og ég á tvær og gat því ekki réttlætt að taka hana með heim…
…þessi skál á fæti var hreint undur…
…þessir Ittala stjakar eru eins og þeir sem ég á – og hef oft verið spurð um…
…dásamlega fallegir og fínlegir…
Þarf svo að sýna ykkur hvað fékk að koma heim með mér frá Frökeninni…
…en þið megið ekki missa af svona heimsókn ef þið eruð á ferðinni fyrir norðan!
Ef þið viljið kíkja í heimsókn til Frökeninnar á Facebook – þá smellið þið bara hér:
Fröken Blómfríður á Facebook
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Úff…fékk alveg mjöööög illt í langarann!! Þessi búð er ástæða þess að ég er voðalega hamingjusöm að búa á vesturlandi 😉 Á samt pottþétt eftir að kíkja þegar ég verð næst á ferðinni fyrir norðan 🙂
Kærar þakkir fyrir þetta 🙂
Þú snillingur.