ein af uppáhalds búðunum mínum í USA, er Potterybarn og auðvitað Potterybarn Kids. Ég leita þær alltaf uppi þegar ég fer út og er oftast búin að panta mér eitthvað úr netversluninni þeirra áður en ég fer 🙂
Hér eru uppáhaldshlutirnir mínir sem að ég hef keypt í Potterybarn Kids í gegnum tíðina:
Geymslupokarnir, þetta eru þykkir strigapokar sem að ég nota undir leikföng. Þegar ég var ófrísk af stelpunni minni þá pantaði ég 3 poka, tveir sem að ég lét merkja með leikföng og einn sem var merktur bangsar. Þessir tveir minni (medium og small) voru þeir einu sem að ég notaði, ljósir með bleikum og bláum kannti. Stóri (large) var svo risastór að ég gat sest sjálf ofan í hann og boðið gestum í heimsókn 😉 Þessir pokar eru enn í fullri notkun næstum 5 árum seinna og sér ekkert á þeim. Ég bætti meira að segja einum í miðstærð við seinna því að þetta er það þægilegt í notkun.
Þegar litli maðurinn var væntanlegur í heiminn þá keypti ég tvo í miðstærð inn til hans í brúnu með hvítum doppum. Þeir eru alveg hrikalega flottir – ég er reyndar mjög hrifin af brúnu þannig að ég er hlutdræg.
Í herbergi skottunnar eru líka svona taugeymslukassar, sem ég lét merkja með “Sokkabuxur”, “Hattar” og “Skraut” – þetta er náttúrulega agalega 2007 að vera að spreða í svona óþarfa. En fallegir eru þeir!
Inni hjá litla manninum er líka ugla sem að ég pantaði frá PbK. Mig var búið að langa í hana þvílíkt lengi og lét þetta loks eftir mér. Þær eru reyndar tvær í stíl en þegar ég var að panta þá var bara þessi stærri til. Heppin var ég því að Tiger kom með “tvíburasystur” minni uglunnar fyrir náttúrulega miklu minni pening – og ódýra tvíburasystirin flutti inn hjá okkur.
Ódýra tvíburasystirin úr Tiger |
Hjá báðum krökkunum er ég með stafi á veggjunum. Hjá dömunni er allt nafnið á veggnum, og hvítir stafirnir skreyttir með límmiðum. En hjá litla manninum eru bara upphafsstafirnir í brúnu.
Þar að auki fékk ég stafina þeirra í svona þykkum stöfum með blómamynstri, sem að mér finnast ferlega flottir. Það er ekki hægt að ráða litunum en ég var svo heppin að G-ið var í bláu en VA fyrir dömuna kom í bleiku og ljósgrænu – lucky me!
Þar að auki keypti ég taugeymslu-upphengi árið 2005, bæði í grænu og bleiku. Það bleika var inni í barnaherbergi hjá lillunni þegar hún var yngri en það græna er í notkun inni á baði í augnablikinu hjá skiptiaðstöðunni, mjög gott að hafa þetta allt á sama stað.
ohh svo gaman að skoða hjá þér 🙂 sé núna sárlega eftir að hafa ekki keypt í PBK svona dótapoka 🙂 Reyndar hefði ekki verið hægt að koma einni saumnál í viðbót í ferðatöskuna svo það er kannski ágætt að ég lét ekki verða af því.
það er æðisleg bláa uglu myndin bak við PBK grænu ugluna, er þetta klippimynd eftir þig??
kv. Bryndís
Takk Bryndís mín 😉 Jamm, þetta er klippimynd sem ég gerði – very simple! Svo sérðu að það er nú hægt að fá í fallegum litum SA-stafina með blómamynstri 😉
*knús*
Hvar fékkstu G ???
Allt svo fallegt sem þú gerir Soffía 😉
Kv.Margrét
Takk Margrét mín 🙂
G-ið er keypt í Potterybarn Kids, eins og allt í þessari færslu. Er meira að segja á tilboði núna og kostar bara $5.
http://www.potterybarnkids.com/products/fabric-letters/?pkey=bletters
*knúsar*