Litla daman mín aðeins stærri..

þegar við fluttum þá var stelpan mín orðin 3ja ára.  Hún fékk sjálf að velja lit á veggina í nýja húsina og jújú, bleikt varð það aftur!  Herbergið er náttúrulega enn með sömu húsgögnunum og hlutunum og voru í því þegar hún var ungabarn en eitthvað breyttist og herbergið var náttúrulega mun stærra.
Herbergið hennar tekur í raun stöðugum breytingum eftir breyttum þörfum hennar.
Einn af uppáhaldshlutunum, hillan frá Siggu Heimis
Núna er dúkkukrókurinn t.d. ekki eins plássfrekur en Barbie-dótið tekur mun meira pláss.
Dúkkukrókurinn
Í dag hefur stærra rúm hefur tekið við af barnarúminum og smáhlutir og skrautmunir breytast stöðugt.  Ég ætla síðan að breyta herberginu enn frekar þegar að hún fer að fara í skóla, þá verður þetta meira að stóru-stelpu-herbergi.  En enn er bleikt við völd og verður í einhvern tíma til viðbótar.  Kíkjum bara á fleiri myndir…
Lack hillur frá Ikea, skreyttar með – jú – fiðrildum

 

Skápurinn með Potterybarn-pokum ofan á
Dúkkuhúsahilla frá Tekk
Skrautlengjur í glugga frá Söstrene Greenes
Töskur úr Tiger
Tigger og Dumbó
Barbapabbi og famelían fyrir framan húsið sitt
Listaverk frá ömmu Habbnó
Dúkkurúm frá USA
Hey, fleiri pokar frá Potterybarn Kids

 

Fiðrildasnagi
Sætasta músaherðatré í heimi og skórnir sem skreyttu skírnartertuna

5 comments for “Litla daman mín aðeins stærri..

  1. Anonymous
    11.11.2010 at 12:54

    elsku yndislega Soffía til hamingju með síðuna, þú ert snillingur fram í fingurgóma 🙂 verður gaman að fylgjast með þér hérna.

    knús Bryndís Fanney

  2. Anonymous
    11.11.2010 at 13:32

    rosalega fallegt hjá þér,ertu eitthvað lærð í þessu?

  3. 11.11.2010 at 13:50

    Takk fyrir elsku krúttumússu Bryndísin mín, mikið saknar maður nú ykkar 🙂

    Takk nafnlaus 🙂 Er lærður blómaskreytir en annars bara áhugamanneskja um fagurfræði – hohoho!

  4. Anonymous
    11.11.2010 at 23:05

    Get mjög auðveldlega orðið háð þessari síðu hjá þér Soffía….

    kv. Svandís

  5. 11.11.2010 at 23:14

    Þú ert ávallt meira en velkomin Svandís 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *