þegar við fluttum þá var stelpan mín orðin 3ja ára. Hún fékk sjálf að velja lit á veggina í nýja húsina og jújú, bleikt varð það aftur! Herbergið er náttúrulega enn með sömu húsgögnunum og hlutunum og voru í því þegar hún var ungabarn en eitthvað breyttist og herbergið var náttúrulega mun stærra.
Herbergið hennar tekur í raun stöðugum breytingum eftir breyttum þörfum hennar.
|
Einn af uppáhaldshlutunum, hillan frá Siggu Heimis |
Núna er dúkkukrókurinn t.d. ekki eins plássfrekur en Barbie-dótið tekur mun meira pláss.
|
Dúkkukrókurinn |
Í dag hefur stærra rúm hefur tekið við af barnarúminum og smáhlutir og skrautmunir breytast stöðugt. Ég ætla síðan að breyta herberginu enn frekar þegar að hún fer að fara í skóla, þá verður þetta meira að stóru-stelpu-herbergi. En enn er bleikt við völd og verður í einhvern tíma til viðbótar. Kíkjum bara á fleiri myndir…
|
Lack hillur frá Ikea, skreyttar með – jú – fiðrildum |
|
Skápurinn með Potterybarn-pokum ofan á |
|
Dúkkuhúsahilla frá Tekk |
|
Skrautlengjur í glugga frá Söstrene Greenes |
|
|
Töskur úr Tiger |
|
Tigger og Dumbó
|
|
Barbapabbi og famelían fyrir framan húsið sitt |
|
Listaverk frá ömmu Habbnó
|
|
Dúkkurúm frá USA |
|
Hey, fleiri pokar frá Potterybarn Kids
|
|
Fiðrildasnagi |
|
Sætasta músaherðatré í heimi og skórnir sem skreyttu skírnartertuna |
Þú gætir einnig haft áhuga á:
elsku yndislega Soffía til hamingju með síðuna, þú ert snillingur fram í fingurgóma 🙂 verður gaman að fylgjast með þér hérna.
knús Bryndís Fanney
rosalega fallegt hjá þér,ertu eitthvað lærð í þessu?
Takk fyrir elsku krúttumússu Bryndísin mín, mikið saknar maður nú ykkar 🙂
Takk nafnlaus 🙂 Er lærður blómaskreytir en annars bara áhugamanneskja um fagurfræði – hohoho!
Get mjög auðveldlega orðið háð þessari síðu hjá þér Soffía….
kv. Svandís
Þú ert ávallt meira en velkomin Svandís 🙂