af því að ugluæðið mitt er í fullum blóma þá ákvað ég að fara í virtual sjopping spree á netinu. Staðurinn (einn af mínum uppáhalds ever) Tarjey (Target) í USA:
Á rúmin er sko af nægu að velja. Til dæmis þetta rúmteppi frá Circo sem heitir Love and Nature. Ferlega flottir litir í þessu og það býður upp á svo marga möguleika í kringum sig. Lime, gulur, orange, brúnn og bleikur = bara næs.
Frá sama merki er síðan þetta hérna sængurverasett. Enn og aftur bara skemmtilegt, flottir litir – þetta gæti verið smá væmið bleikt en ef maður raðar réttum fylgihlutum með þessu þá er ætti þetta að virka fínt 😉
og OMG, sjáið þið lakið
, mér finnst það eiginlega skemmtilegast. Það er hægt að gera svo margt við svona lök – sauma koddaver, sauma innan í körfur og jú, auðvitað nota þau sem lök!
Síðan verð ég að segja að mér finnast litirnir í þessu hérna alveg að gera sig – frekar fönkí bara.
og í stíl
Síðan er þetta á toddler rúm – sem er sem sé barnarúm upp að ca 140cm
Þessi hérna lampi er síðan alveg geggjaður – svaka langar mig í hann inn til litla mannsins
Það eina sem þarf að passa þegar svona æði gengur yfir er að fá sér ekki of mikið af því sama, það gengur ekki að vera í sveppajakkafötum, sveppasokkum, með sveppabelti í sveppaskóm (tm. Im gonna git you sucka). Það þarf að velja og passa upp á að blanda með einhverju öðru skemmtilegu.
Það er til alls konar fylgihlutir með Circo settunum og það væri algert overkill að fá sér sængurverasettið, rúmteppið og síðan lampana, myndirnar og allt hitt sem er til með þessu. En að velja úr er gott og gaman.
Enn og aftur þá mæli ég líka með velja sér eitthvað svona “ómerkt” rúmteppi en ekki með einhverjum karakterum. Þegar ég keypti fyrir dóttur mína úti í Target þá valdi ég teppi sem er með blómum, og bleikt og brúnt á litinn. Þeirri litlu langaði nú í Hello Kitty þannig að ég keypti bara Hello Kitty púða með. Það þýðir líka að teppið á lengra líf á rúminu hjá lillunni, það stendur enn algerlega fyrir sínu enn í dag og auðvelt að skipta út skrautpúðum.
Settið sem skottunni langaði svoldið í en mömmunni fannst vera aðeins of HK… |
Rúmteppið og koddinn sem að við völdum ásamt HK-púðunum fyrir neðan.. |
Ok, ég er komin útfyrir efnið. Sem sagt á þessu sjopping-spree-i er það aðeins uglulampinn og uglupúðinn sem að ég myndi fá mér – agalega er ég orðin pen! Visakortið myndi ekki einu sinni volgna við þetta 🙂
…..og kannski líka þetta, flottir vegglímmiðar
elska bloggið þitt 🙂 spurning um að ég geri þetta við svefnherbergið okkar Gumma, þar sem það er algjörlega ódekorerað
http://www.kittyhell.com/wp-content/uploads/2009/07/hello-kitty-room.jpg
kv. Bryndís
þetta er æði og ég er líka með ugluæði! er hægt að kaupa online þarna?
allý
Aww – takk Bryndís mín, þúrt æði! og oh my, ekki gera þetta við herbergið ykkar Gumma – þá stelur þú alveg hugmyndinni minni, þetta er það sem ég ætlaði að gera 🙂
Allý, þetta ugluæði er bráðsmitandi! Það er bara hægt að panta online og senda innan USA eða nota hið oooooooofurdýra shopusa.is. Best er ef þú þekkir einhvern sem er að fara út og færð að stinga þessu í töskurnar hans – verst að Gunnur er komin heim – muhahahaha 🙂