Litlar táslur..

Þegar að krillan mín var smásnuð þá keypti ég stimpilpúða, stóran og svartann, og notaði til þess að taka fótafarið hennar.  Ég setti myndina síðan í ramma, skellti á einu litlu fiðrildi (límmiði), og þetta er búið að hanga í herberginu hennar síðan.
Þetta er einn af þessum hlutum sem að mér þykir mjög vænt um.
Þannig að þegar að litli maðurinn bættist í fjölskylduna okkar þá kom ekki annað til greina en að taka fótafarið hans líka og geyma til frambúðar.  Þetta er í raun tveggja manna verk og verst að ég klikkaði á því að taka mynd af litla, sæta svartfætlingnum þegar verkið var í vinnslu.  Pabbinn hélt á honum á meðan að mamman setti sæta fótinn á stimpilpúðann (þann sem keyptur var 2006 – þetta er ending) og “stimplaði” svo með fætinum á nokkur blöð.
Það er um að gera þetta á nokkur blöð, hægt að setja eitt blað í ramma en annað í bók og svo bara láta ímyndunaraflið ráða.  Best er að passa að ýta fætinum frá tám og alveg aftur á hæl, til þess að ná alveg fótafarinu
Þegar gott fótafar var komið á blað þá var bara að ákveða hvernig ætti að setja það upp á vegg.  Ég á þó nokkuð af skrapp-pappír sem ég nota í allt annað en að skrappa.  Í þessu tilfelli fann ég blað í flottum lit og mér til mikillar ánægju þá var mynd af gíraffa og fuglum á því, þannig að ég þurfti ekkert að bæta við “aukahlut” – eins og fiðrildið í fyrra skiptið.
Það sem ég gerði var sem sé að klæða karton-ið í pappírinn.  Fyrst var að staðsetja kartonið á pappírnum, þannig að myndin kæmi út eins og ég vildi hafa hana.
Síðan klippa/skera meðfram ytri köntunum.  Innan í þá klippiru en passar að skilja ca 1.cm brún eftir frá kartoninu. Þá lítur þetta svona út, aftan frá séð.
En svona séð framan á:
Næst er að pakka þessum brúnum inn fyrir kartonið og festa með límbandi.  Í þessu tilfelli þurfti ég að passa upp á nebbann á gírraffanum og ég bar bara karton og pappír upp að ljósi og klippti meðfram nefi að brún á karton (oh my – ég vona að þetta skiljist)!
Þar með er verkið næstum búið, þá er bara að staðfestja táslurnar og festa blaðið með lími.  Loka ramma, velja stað og hengja upp – la voila….
Síðan bara að velja táslunum stað upp á vegg inni í herbergi litla mannsins
Pappírinn í römmunum er sem sé alls ekki samstæður en gengur samt vel saman.  Stafrófið er gert í word og stafirnir bara litaðir í þeim litum sem að ég vildi hafa þá og karton-ið er líka í “skrapp-blaða-fötum”.  Uglumyndin er kort úr Tiger sem að ég klippti aðeins til og föndraði við.  Litla bílamyndin er kort úr Söstrene.
Stafirnir eru síðan frá Potterybarn Kids.
Bara nokkuð næs, ekki satt?

10 comments for “Litlar táslur..

  1. Anonymous
    12.11.2010 at 11:58

    Vá en æðislegt! ofboðslega fallegt barnaherbergi 🙂

  2. Anonymous
    12.11.2010 at 13:50

    OMG, bloggið þitt er klárlega orðið uppáhalds strax.. þvílíkt flott hjá þér 😀

    Kv. Díana (ókunnug)

  3. 12.11.2010 at 14:40

    Jiminn, takk fyrir og en gaman *roðn* 😉

  4. Anonymous
    12.11.2010 at 16:15

    Ohhh Soffía, þúrt svo mikill snilli:)
    Kveðja Íris

  5. Anonymous
    12.11.2010 at 16:37

    Rosalega flott hjá þér skvís, þú ert snillingur. Eins og ég sagði þér þá væri hún mjög smitandi, þessi “Stafa” veiki 🙂
    kv Gunnur

  6. Anna Rún
    12.11.2010 at 17:35

    Hahha, er einmitt með þessa stafaveiki Soffía mín! Hér í stofuglugganum er ég með viðarlita stafi sem mynda orðið HEIMA og í eldhúsglugganum stendur hvítum stöfum MATUR 😉

    Við ættum kannski að opna saman búð 😉

    En sammála – kíki regulega hérna inn því mér finnst þetta blogg þitt ÆÐISLEGT!! Ætla að stela hugmyndinni af skrapppappírnum til að setja inn í rammana en hér er einmitt líka búið að taka fótariss 😉 á einmitt full af þessum pappír en nenni ekki að skrappa!!

  7. Anonymous
    12.11.2010 at 17:35

    Þú ert alger snillingur 🙂 Gaman að fá innblástur hjá þér. 🙂

    kveðja frá DK
    Hildur

  8. Anna Sigga
    12.11.2010 at 19:23

    Frábært framtak hjá þér Soffía.
    Knús

  9. 13.11.2010 at 03:36

    Mikið eruð þið allar sætar 🙂

    Kærar þakkir fyrir góðar undirtektir!

    *knúsar*

  10. Anonymous
    14.11.2010 at 00:53

    Mjög flott hjá þér, kem til með að fylgjast með áfram 🙂
    Guðrún H (ókunnug)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *