Mig langaði svo að flikka örlítið upp á þvottahúsið – er búin að vera að leita að einhverjum hillum en hef ekkert fundið sem að hefur heillað. Svo er líka ekkert 2007-dæmi í gangi, bara vinna úr því sem til er 😉
Þess vegna sendi ég bóndann upp á háaloft að leita að Home sweet home-kántríhillunni góðu.
Síðan einfaldlega hvíttaði ég hana, þetta tók nokkrar umferðir en var mjög lítið mál, notaði svamp í verkið
Þegar að hillan var orðin “hvít” þá málaði ég stafina brúna og síðan fór ég aðeins yfir þá með sandpappír, svona til þess að gera þá svolítið “gamla”..
Hillan er sem sé komin upp, með einu af uppáhaldslistaverkinu eftir dótturina..
…og gamla straujárninu hennar ömmu!
Endilega takið eftir hvítu stöfunum þarna, ofan á hillunni, ég fór í smá framkvæmd með þá (meira um það á morgun) og úr varð risaljóskumóment 🙂
En fallegt hjá þér Soffía! Þú ert alveg ótrúleg.Bestu kveðjur úr Mosó, Kristín.
Þetta kemur vel út 🙂 elska svona DIY project úr því sem maður á fyrir heima hjá sér 🙂
kv. Bryndís
Alltaf jafn listræn….ef ég hefði tíma í svona dúllerí :)Kveðja,úr Sandprýði
ekkert smá flott, þú ættir að vinna við þetta! ..geri aðrir betur 😀
Takk fyrir allar sem ein – þið eruð yndi!
Gunna mín, nú bara ræðst þú á hilluna hennar mömmu þinnar 🙂
*knúses*