var að skoða vefsíðuna hjá Pier 1 Imports í USA. Þetta eru held ég ekki sömu vörur og eru í Pier hérna heima, veit ekki einu sinni hvort að það séu einhver tengsl þarna á milli.
Þeir eru með 5 línur í jólaskreytingunum í ár: Couture Christmas, Yuletide Treasures, Gilded Forest, Flights of Fantasy og Merry & Bright.
Jemundur minn hvað myndirnar af Gilded Forest línunni töluðu beint til mín
Greinarnar með kúlum og uglum, og pínu hreiðri með gersemum.
Kransinn með könglum, kúlum og hreindýrið (kransinn kannski aðeins of gervilegur reyndar).
og þetta er svo uppáhaldið mitt – sjáið þið þessa jólasokka – dásemd bara
Æðislegir líka sokkahankarnir, en jólasokkarir eru jömmí. Sé fyrir mér að fara bara í næstu Rauða Kross búð og kaupa gamla hvíta peysu og reyna að útbúa svona. Hrikalega flottir…
Lýsingin á línunni er hádramatísk: ” Ef tunglsgeisli og blettatígur myndu eignast afkvæmi þá væri það þessi lína. Þarna mætist náttúran og glitrið. Dýramynstur, gróf áferð náttúrulegra efna og glimmer ofan á allt setur punktinn yfir i-ið.” Úúúúúkey, ef ég hefði lesið þetta fyrst án þess að sjá þessar myndir – þá hefði ég sennilegast ekki einu sinni nennt að kíkja á þetta. Það sem meira er, ef maður kíkir hérna á skrautið beint, þá virkar það ekkert spes.
Sýnir enn og einu sinni hvað það skiptir miklu máli hvernig hlutirnir eru settir upp og hvað góður stílisti getur gert mikið!
Ó mæ lord! Ég sé geggjaða uglu á grein! Lovesit! knús og kveðja Kristín Hrund.
Haha, erúnikke sæt