Rétt upp hönd allir sem eiga Míru-borð? Nú, ok – það er bara ég sem er enn með það í stofunni 🙂 En í það minnsta er hægt að fjárfesta í svoleiðis fyrir lítinn penge á er.is. Þannig að þegar ég sá þetta brill verkefni á Little Green Notebook-blogginu þá bara varð ég að deila því með ykkur.
Verkefni dagsins: útbúa skemil úr borði. Sérstaklega skemmtilegt þar sem að það getur verið svo skrambi dýrt að kaupa skemla. Það sem að þarf í þetta er borð sem þú tímir að fórna. Svampur til að bólstra og límsprey til að festa hann niður. Efni sem þú velur eftir eigin smekk 🙂
Frysta vers er sem sé að undirbúa borðið, mála fætur ef þarf, eða stytta þær ef þörf er á.
Síðan þarf að skera svamp á borðið, spreyja fyrst með límspreyji og setja síðan eitthvað efni yfir til þess að “festa” svampinn niður. Áður þarf að gæta þess að fylla í með svampi undir borðbrún, ef þörf krefur.
Hún mældi fyrir tölunum ofan á, merkti við og boraði göt, en það er smekksatriði hvort að maður vilji hafa tölur ofan á. Þó er það sennilegast betra ef á að nota skemilinn sem sófaborð.
Síðan er bara að festa niður efnið allann hringinn – hornin eru sennilegast erfiðasta hlutinn.
og þegar öllu þessu er lokið, þá voila:
Seinna var skemilinum breytt og tölurnar ekki notaðar ofan á.
Skemillinn var gerður mýkri og nýtt efni sett á.
Þá er bara að velja hvora útgáfuna ykkur lýst á og borð til þess að “fórna” 🙂
Takk fyrir skemmtilega síðu, þú ert komin í bookmarks hjá mér 🙂
kv. Íris