Risa smá breyting…

man ekki hvar ég sá þessa snilld, ég er nebbilega ein af þeim sem að save-a stöðugt myndir í hugmyndamöppur í tölvunni og man ekki alltaf hvaðan þær koma.
En í það minnsta þá er hér er mynd af eldhúsi fyrir breytingu:
Siðan eftir breytingu:

– Skápar hækkaðir upp og listum bætt við loftið. 
– Neðri skápar lakkaðir í dekkri lit en þeir efri hvítir. 
– Hillu bætt við á milli skápa og borðplötu.
– Veggir flísaðir.
– Ný borðplata.
– Ný eldavél og vifta.
– Nýr vaskur og uppþvottavél.

Sérstaklega hrifin af því að hækka svona skápana og setja hilluna – það gjörbreytir look-inu á eldhúsinu!
P.s. hmmmmmmm, er þetta bronslituð Kitchen Aid í horninu?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Risa smá breyting…

  1. Anonymous
    23.11.2010 at 08:44

    “Fyrir-myndin” er nánast alveg einsog mitt eldhús í dag – þetta er semsagt nákvæmlega það sem ´mig vantar. Og þá er bara að bretta upp ermarnar! :-)Kveðja Kristín Hrund.

  2. 23.11.2010 at 09:10

    Úúúú Kristín – þú verður þá að taka fyrir og eftir myndir og senda mér 🙂
    *knús*

  3. Anonymous
    25.11.2010 at 10:36

    he he! Efast um að það verði eitthvað úr því… við erum alltaf að bíða eftir því að flytja héðan burt svo að ég held að ég spari orkuna í næsta eldhús! 🙂 Sendi myndir þegar þar að kemur!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *