Enn á ný…

…nú jæja, ef maður á “ný” garðhúsgögn – þá er um að gera að setjast niður í þau og njóta, ekki satt?

051-www.skreytumhus.is-010

Því var ekkert annað í stöðunni en að drösla út allri púða, dýnu og teppaflórunni eins og hún leggur sig, og koma þessu fyrir…

060-www.skreytumhus.is-019

…það er svo sem ekkert nýtt þarna – en það skemmtilega við að breyta svona litinum á húsgögnunum er að allt look-ar eins og nýtt…

062-www.skreytumhus.is-021

…svo er auðvitað alltaf fallegt að vera blóm í körfu, og ég fékk mér Sypris-tré í Blómaval, sem kostuðu bara 1199kr.  Samt eru þeir svona vel stórir og flottir…

063-www.skreytumhus.is-022

…loks gat ég sett dásamlega teppið og púðann, sem ég fékk í Rúmfó (sjá hér) ásamt Vintage-púðanum úr H&M…

064-www.skreytumhus.is-023

…sami dúkurinn og áður, svona plastblúndudúkur úr Pier, er úti á borðinu – allt sumarið.  Skemmtileg leið til þess að brjóta aðeins upp borðið og gera smá krúttað og fallegt…

069-www.skreytumhus.is-028

…annað skraut er notað bara svona eftir hendinni, það sem mig langar að hafa að hverju sinni…

065-www.skreytumhus.is-024

…ahhhh – fínn þessi nýji grái bekkur, eða það finnst mér!

066-www.skreytumhus.is-025

…og eins og þið sjáið þá er nú ekki mikið af litum, en ég er agalega neutral í þessu öllu – líður best þannig…

071-www.skreytumhus.is-030

…bætti síðan við stórum lurk þarna upp við grindverkið…

067-www.skreytumhus.is-026

…og auðvitað varð ég að setja smotterí á hann líka, svona upp á dúlleríið…

080-www.skreytumhus.is-039

…og fánalengjur gera allt smá betra, það er bara þannig – þessar koma frá Pier og voru reyndar keyptar í fyrra, en ég hef séð svipaðar þarna í ár (eins og þessi)

070-www.skreytumhus.is-029

…fuglabúrið hef ég átt lengi, og fékk það í Blómaval fyrir nokkrum árum, og fyrst um sinn setti ég það bara á borðið…

072-www.skreytumhus.is-031

…síðan á einni ferð minni um Rúmfó á Korpu þá rakst ég á þessi hérna hengi og varð að kippa með mér heim…

059-www.skreytumhus.is-018

…og la voila, núna hangir búrið svona líka skemmtilega og klifurjurtin er nú þegar farin að krækja sér í það…

084-www.skreytumhus.is-043

…svo má setja í þetta kertjaljós, seríu eða bara hvað sem er til þess að gera fallegt.  Þetta brýtur líka skemmtilega upp vegginn…

081-www.skreytumhus.is-040

…svo má auðvitað hengja í þetta luktir eða bara eitthvað skemmtilegt 🙂  Ég setti sem sé tvær svona upp – eða sko fjarstýrði bóndanum – og nota reyndar bara aðra til þess að byrja með…

077-www.skreytumhus.is-036

…fleiri voru líka búnir að koma sér fyrir og litli maðurinn naut sín að leika inni í tjaldinu sínu…

073-www.skreytumhus.is-032

…en tjaldið kemur frá IamHappy (sjá hér) – síðan í baksýn sést í trampólín sem krakkarnir fengu fyrr í sumar.  Þetta er svo stórt að ég held að þyrla gæti komið til lendingar á því án þess að taka niður öryggisnetið…

076-www.skreytumhus.is-035

…og stundum er best að setjast bara við borðið með geimskipið sitt…

079-www.skreytumhus.is-038

…þetta trampólín er svo stórt að það rétt sést í dúkkukofann í gegnum netið…

082-www.skreytumhus.is-041

…ást mín á hvítri svona glervöru á varla nokkur takmörk 🙂

086-www.skreytumhus.is-045

…og þessi þykir mér sérlega fagur…

089-www.skreytumhus.is-048

…og svo er aðeins svona dekkri bragur á innganginum, með fínu luktinni minni og meððí…

092-www.skreytumhus.is-051

…dásamlegi Sólboðinn…

095-www.skreytumhus.is-054

…þið sáuð skref fyrir skref á húsgögnunum í póstinum í gær, og hér sjáið þið aðeins nærmynd.  Þetta er ekki fullkomið – en bara skrambi fínt sko…

102-www.skreytumhus.is-061

…og borðplatan kom sérstaklega vel út…

103-www.skreytumhus.is-062

…þetta er stjakar sem að ég spreyjaði einu sinni fyrir afmæli hérna…

107-www.skreytumhus.is-066

…síðan er ég svo skrítin að ég verð enn hrifnari af þeim þegar að þeir sjúskast aðeins – fá smá svona aldur á sig og fer að sjá á þeim…

106-www.skreytumhus.is-065

…síðan bættust við enn fleiri lurkar – því að – ég bara elska þá alveg 🙂

109-www.skreytumhus.is-068

…og þannig var það – svo þarf bara þetta rok að hætta svo hægt sé að sitja úti og njóta!

093-www.skreytumhus.is-052

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

4 comments for “Enn á ný…

  1. Ásta Björg
    21.07.2015 at 10:35

    Þetta er svo fallegt :

  2. Berglind
    21.07.2015 at 21:03

    þetta er dásamlegur sælureitur hjá þér, get vel ímyndað sér að það fari vel um mann þarna í sólinni 🙂

  3. Anonymous
    22.07.2015 at 20:35

    jii þvílíkur sælureitur hjá þér, yndislegur og “afslappandi” (“,)

  4. Guðrùn
    10.05.2016 at 22:14

    Hvaða málningu notaðir þú á húsgögnin?
    Virkilega fallegur og notalegur garður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *