…nú jæja, ef maður á “ný” garðhúsgögn – þá er um að gera að setjast niður í þau og njóta, ekki satt?
Því var ekkert annað í stöðunni en að drösla út allri púða, dýnu og teppaflórunni eins og hún leggur sig, og koma þessu fyrir…
…það er svo sem ekkert nýtt þarna – en það skemmtilega við að breyta svona litinum á húsgögnunum er að allt look-ar eins og nýtt…
…svo er auðvitað alltaf fallegt að vera blóm í körfu, og ég fékk mér Sypris-tré í Blómaval, sem kostuðu bara 1199kr. Samt eru þeir svona vel stórir og flottir…
…loks gat ég sett dásamlega teppið og púðann, sem ég fékk í Rúmfó (sjá hér) ásamt Vintage-púðanum úr H&M…
…sami dúkurinn og áður, svona plastblúndudúkur úr Pier, er úti á borðinu – allt sumarið. Skemmtileg leið til þess að brjóta aðeins upp borðið og gera smá krúttað og fallegt…
…annað skraut er notað bara svona eftir hendinni, það sem mig langar að hafa að hverju sinni…
…ahhhh – fínn þessi nýji grái bekkur, eða það finnst mér!
…og eins og þið sjáið þá er nú ekki mikið af litum, en ég er agalega neutral í þessu öllu – líður best þannig…
…bætti síðan við stórum lurk þarna upp við grindverkið…
…og auðvitað varð ég að setja smotterí á hann líka, svona upp á dúlleríið…
…og fánalengjur gera allt smá betra, það er bara þannig – þessar koma frá Pier og voru reyndar keyptar í fyrra, en ég hef séð svipaðar þarna í ár (eins og þessi)…
…fuglabúrið hef ég átt lengi, og fékk það í Blómaval fyrir nokkrum árum, og fyrst um sinn setti ég það bara á borðið…
…síðan á einni ferð minni um Rúmfó á Korpu þá rakst ég á þessi hérna hengi og varð að kippa með mér heim…
…og la voila, núna hangir búrið svona líka skemmtilega og klifurjurtin er nú þegar farin að krækja sér í það…
…svo má setja í þetta kertjaljós, seríu eða bara hvað sem er til þess að gera fallegt. Þetta brýtur líka skemmtilega upp vegginn…
…svo má auðvitað hengja í þetta luktir eða bara eitthvað skemmtilegt 🙂 Ég setti sem sé tvær svona upp – eða sko fjarstýrði bóndanum – og nota reyndar bara aðra til þess að byrja með…
…fleiri voru líka búnir að koma sér fyrir og litli maðurinn naut sín að leika inni í tjaldinu sínu…
…en tjaldið kemur frá IamHappy (sjá hér) – síðan í baksýn sést í trampólín sem krakkarnir fengu fyrr í sumar. Þetta er svo stórt að ég held að þyrla gæti komið til lendingar á því án þess að taka niður öryggisnetið…
…og stundum er best að setjast bara við borðið með geimskipið sitt…
…þetta trampólín er svo stórt að það rétt sést í dúkkukofann í gegnum netið…
…ást mín á hvítri svona glervöru á varla nokkur takmörk 🙂
…og þessi þykir mér sérlega fagur…
…og svo er aðeins svona dekkri bragur á innganginum, með fínu luktinni minni og meððí…
…þið sáuð skref fyrir skref á húsgögnunum í póstinum í gær, og hér sjáið þið aðeins nærmynd. Þetta er ekki fullkomið – en bara skrambi fínt sko…
…og borðplatan kom sérstaklega vel út…
…þetta er stjakar sem að ég spreyjaði einu sinni fyrir afmæli hérna…
…síðan er ég svo skrítin að ég verð enn hrifnari af þeim þegar að þeir sjúskast aðeins – fá smá svona aldur á sig og fer að sjá á þeim…
…síðan bættust við enn fleiri lurkar – því að – ég bara elska þá alveg 🙂
…og þannig var það – svo þarf bara þetta rok að hætta svo hægt sé að sitja úti og njóta!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Þetta er svo fallegt :
þetta er dásamlegur sælureitur hjá þér, get vel ímyndað sér að það fari vel um mann þarna í sólinni 🙂
jii þvílíkur sælureitur hjá þér, yndislegur og “afslappandi” (“,)
Hvaða málningu notaðir þú á húsgögnin?
Virkilega fallegur og notalegur garður.