Laaaaaang í, lang í….

Það er alveg ótrúlegt hvað manni getur alltaf langað í meira og meira jólaskraut.  Í ár er að detta í mig einhver skandinavískur retró fílingur.  Er að hugsa um litlu rauðu sveppina sem voru í öllu hérna í “denn” – er sem sé alveg sjúk í þá, sjúk í sveppi?, sveppasjúk….ok – gleymum því!

Fór á kíkkerí inn á Fötex.dk, sem er svona “Hagkaup” í Köben.  Segji það bara hér með – ef ég þekki einhverjar góðar konur í Köben sem stund Fötex, þá mega þær sko alveg kaupa fyrir mig 🙂 hohoho!

Kíkjum á góssið:

Eigum við að kíkka nánar á nokkra hluti.  Sjáiði litlu múffurnar fyrir nafnspjöld.  Mér finnst þetta ekki vera bara jóla – sé þetta alveg fyrir mér í barnaafmælum.  Svo finnast mér þessir sveppir þarna fyrir neðan ekkert slor!
Silfursíðan, namm namm og namm.  Hreindýrin og jólatrén = já takk.  Sprittkertastjakarnir á fæti = endilega.  Stjarnan á jólatréð = draumur dóttur minnar að eignast stjörnu á jólatré (átti þennan sama draum sem lítil krilla)
Ohhh – meiri svampar, svo lúvlí!  Kertaglösin, 123 og 4, bara sæt!
Tré, tré og tré = jamm, já og jú
Ahhhh, svampur og hreindýr = double pleasure
Nei sko, hreindýr – átti einmitt eftir að fá mér hreindýr
og svo uglan í pylsuendanum, hæ sæta 🙂

7 comments for “Laaaaaang í, lang í….

  1. Anonymous
    25.11.2010 at 10:41

    Allt ógó flott. Sérstaklega sveppirnir, hreindýrin og uglan auðvitað. Hefur þú skoðað Marie Claire “Idees” (td. til í Eymundsson, Mál og menningu osfrv)? Það er að vísu á frönsku, en oft stútfull af flottum hugmyndum um það hverni maður getur fegrað heimilið sitt sjálfur… kemur út 4 sinnum á ári eða svo.Mæli með því að fletta í gegnum það. Knús úr Mosó frá Kristínu Hrund.

  2. Anonymous
    25.11.2010 at 14:16

    Flott blogg hjá þér, vildi bara segja þér að kertin í glösunum (merkt 1,2,3,4) eru til í Garðheimum, kannski á fleiri stöðum veit ekki 😛

  3. Anonymous
    25.11.2010 at 20:40

    Það er svolítið sveppadót og svo cupcakes til í The Pier- alveg þess virði að skoða það! 🙂 En annars, skemmtilegt blogg hjá þér!

  4. 26.11.2010 at 03:10

    Ahhh, kíkka á Marie Claire Kristín, blöð eru bara orðin svo dýr að maður liggur meira og minna bara yfir netinu! Takk fyrir að vera svona dugleg að kommenta Kristín – alltaf gaman að sjá hverjir eru að kíkka á síðuna! Risa knús til baka 🙂

    Takk fyrir nafnlaus og nafnlaus 😉 , þarf greinilega að fara í bæjarferð og kíkka í Pier og Garðheima!

  5. Guðrún Björg
    26.11.2010 at 09:10

    Keypti geggjaða sveppi í Söstrene Grene í gær. Greinilega vinsælt fyrir þessi jól. Vantar bara köngla og kúlur til að skreyta bakkann á stofuborðið 🙂

  6. Anonymous
    26.11.2010 at 09:43

    ohh… ekki minnast á fötex ég sakna þess svoldið mikið, átti heima svona 200m í burtu frá fötex 🙂 elska þessa búð ja svona fyrir utan eitt móment þegar ég var að máta gulan flauelisjakka (ekki spyrja mig hvað kom yfir mig) og fékk komment frá einni ókunnugri hvort ég væri að reyna að klæða mig eins og páskaunga.. (p.s. ég keypti ekki jakkann í gulu, ég keypti hann í bleiku úfff)
    kv. Bryndís

    kv. bryndís

  7. Anonymous
    30.11.2010 at 10:00

    Þetta er frábærlega skemmmtilegt blogg hjá þér Soffía. Ég dáist að því hvað þú ert dugleg að skapa! En sama hér hvað varðar bæjarferð Soffía – maður þarf greinilega að fara að kíkja í Pier, Söstrene og Garðheima. Fann hvítar uglur (þessar á aðventukransinum mínum) í Blómaval! Knús úr Mosó frá Kristínu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *