Jólin nálgast eins og óð fluga..

svo mikið er víst!  Á sunnudag er fyrsti í aðventu og jólin eru nokkurn veginn kominn upp hérna heima hjá okkur.  Það bætist náttúrlega alltaf eitthvað við en þetta er svona að skríða saman.  Eins og vanalega þá er ekki allt sem að kemur upp úr kössunum.  Reyni að mixa þessu aðeins upp en þó eru nokkir hlutir sem að verða alltaf að vera með. Núna seinustu árin er það náttúrulega gersemarnar sem að litlan mín hefur verið að útbúa á leikskólanum og eru farnar að eiga sinn fasta sess ( eða eins fastan sess og hægt er að eiga hjá breytingaróðri mömmunni ).
Vikunni var eytt m.a. í að aðstoða mömmu í að skreyta hjá henni.
Elsku mamman mín sem hefur alltaf skreytt eins og vindurinn og ól upp í mér skreytarann þykist allt í einu ekki geta skreytt og “heimtar” að fá jólaskreytinn sinn til þess að setja upp jólin 😉
Síðan á eftir að ákveða innpökkunarþemað í ár, hér eru jólin í fyrra:
Í næstu viku þá koma inn myndir af jólunum hérna heima – en til að hita upp þá er hérna hluti af eldhúsglugganum í fyrra, svona til samanburðar 🙂
Mikið stúss í gangi núna og í kveld á ég von á megapæjuhópi frá Actavis sem að ætla allar að útbúa fallegasta krans í heimi, sko hver og einasta útbýr sinn eiginn fallegasta krans í heimi – ekki amalegt!
Góða helgi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *