…fyrsta sumarið án þín í 15 ár.
Það er erfitt og hvað við söknum þín öll og hugsum oft til þín
Það er erfitt að venjast því að þú sért ekki með okkur…
Að geta ekki knúsað þig…
Að kíkja ekki ekki eftir ykkur báðum…
Þessi stöðuga nærvera sem mér þótti svo vænt um, hvort sem væri heima eða að heiman…
Þá varstu alltaf þar…
Stöðugur, traustur, mjúkur og hlýr…
Fylgdir okkur eftir eins og skuggi…
Við pössuðum þig…
En þú gættir okkar alltaf líka…
Vináttan…
Alltaf með…
Alltaf saman að kanna…
Elsku Raffi
ég sakna þín á sumrin, og þegar sólin skín
er ég heyri í regninu, þá hugsa ég til þín
ég veit að þú ert alltaf, í huga og hjarta mér
en á samt alltaf óskina, að hafa þig enn hér
Fallegur póstur
Fallegar minningar
fallegur hundur… Raffinn ykkar er með ykkur í anda treystu því
Sonur minn syrgir kisa sinn líka … sá einhverjar myndir af honum í tölvunni þegar hann kom heim frá pabba sínum og átti mikið bágt…
Vonandi verður þetta þó gott sumar hjá ykkur með börnin og Storminn… þið eru rík ennþá
Yndislegur póstur um yndislegan vin. Get trúað því að það sé erfitt að hafa þetta tómarúm sem hann skildi eftir sig en er sammála Önnu Siggu að hann er með ykkur þótt þið sjáið hann ekki.
Risaknús til ykkar elsku fjöslkylda…vonandi getið þið notið góðra minninga um hann…