namm namm, ég fann nýtt blogg um daginn sen heitir Hvítur Lakkrís og mér líður eins og ég sé að opna konfektkassa í hvert sinn sem ég kíkji inn á það. Þetta er íslensk kona, Gúa, sem að býr í Svíþjóð og heimilið hennar er bara eins og ævintýraland.
Það er allt svonar rustic, hvítt/ljóst og bara svo endalaust fallegt 🙂
Hún setti t.d. upp jóladagatal í eldhúsglugganum hjá sér, bara ótrúlega brillijant hugmynd.
Aðventuskreytingin hennar í ár
Gullfallega stofan hennar
Eldhúsið hennar, þetta er ótrúlega fallegt heimili….
Random myndir af heimilinu hennar, þið verðið að fara bara sjálfar á bloggið og skoða, þetta er ótrúlegt
Flotta krummaherðatréð hennar Ingibjargar Hönnu, fæst í Epal..
og að lokum jól hjá Gúu, maður heyrir bara jólatónlist við það eitt að skoða myndirnar..
Held að þetta verði að skrifast sem eitt fallegasta heimili sem að ég hef séð – maður fyllist bara vanmætti að skoða svona. Njótið þess að skoða bloggið hennar – ég veit að ég kíkji þangað daglega!