fyrir jólin í fyrra sá ég þessa mynd frá Pottery Barn
Seinna á mínum bloggrúnti þá rakst ég á þetta verkefni hjá Katie sem er með síðuna Bower Power (sem er líka þrælskemmtileg).
Dagatalið hennar Katie hjá Bower Power |
Þannig að í ár var ekkert annað í stöðunni en að henda sér í að gera sjálf svona jóladagatal. Allt sem að notað í verkið var til hérna heima:
– Spónaplata
– Efni að eigin vali
– Heftibyssa
– Naglar
– Blöð að eigin vali
– Jólaskraut að eigin vali
Ég kíkti bara á það tréverk sem að til var í skúrnum og blikkaði svo bóndann til þess að saga niður eina plötu fyrir mig í stærð sem að ég var sátt við, í þessu tilfelli 77cm x 105 cm. Af því að hann er svo viljugur hjálpari og vill gera allt svo vel þá festi hann líka spýtur aftan á plötuna til þess að gera hana þykkari og veglegri.
Ég átti gróft efni sem ég ákvað að nýta og heftaði það á plötuna, passaði það að reyna að gera hornin slétt og fögur. Síðan, af því að bóndinn er svoddan yndi, þá fór hann í að negla fyrir mig 24 nagla eftir miklum mælingum og pælingum. Þetta er svo hárnákvæmt hjá honum að það hálfa hefði verið mikið meira en nóg 😉
Næst er að taka A4 blöð og skipta þeim í 3 hluta, skrifa eina tölu á hvert blað og þá var ekkert eftir annað en að hengja upp það skraut sem mig langaði að hafa á. Ég var líka búin að prenta úr tölustafina frá 1-24 en okkur fannst þetta bara vera meira heimilislegt svona skrifað.
Þetta er skemmtileg leið til þess að hengja upp skautið fyrir jól sem að venjulega færi ekki upp fyrr en á Þorláksmessu þegar að jólatréð er sett upp. Mér datt líka í hug að skipta síðan út skrautinu þegar að jólakortin fara að berast og hengja þau upp á dagatalið – þá er líka komin skemmtileg leið til þess að njóta þeirra betur.
Skrautið kemur úr ýmsum áttum, sumt er föndur eftir litla leikskólasnillinginn okkar – og það er það sem okkur þykir vænst um og mest gaman að sjá hversu stolt hún er þegar hún sér handverkið sitt þarna (eins og jólakötturinn stóri á hægri myndinni).
Litlu tréjólasveinarnir sem að standa hjá fjaðratrjánum er eftir okkur hjónin, þegar við vorum sjálf lítil snuð á sitt hvorum leikskólanum. Greinilega verið staðlað leikskólaverkefni sjötíu og eitthvað.
ekkert smá flott hjá þér 🙂
kv. Bryndís
I like! Alotness!
Ég þarf svo að plata þig heim í uppröðun og húsgagnafæringar!
Ég skal færa húsgögnin, þú segir hvert þau eiga að fara 😉
Þakka ykkur báðum fyrir dömur mínar 🙂 Þið eruð lúvlí!
Ella, þú bara hendir upp Batman-merkinu og ég kem innan skamms!