Fellihýsalíf…

…ok, hafið biðlund með mér!

02-www.skreytumhus.is-001

Þessi póstur átti aldrei að verða til – þetta var alveg óvart.

03-www.skreytumhus.is-002

Við vorum á ferðalagi þegar að einhver spurði um skipulag í fellihýsum inni á SkreytumHús-grúbbunni og þar sem ég var í einu slíku, þá ákvað ég að smella af nokkrum myndum – áður en við pökkuðum.

Þessar myndir eru því óuppstilltar og ekkert spennandi, bara svona beint úr “kúnni” 🙂

14-www.skreytumhus.is-002

Fyrst af öllu, þá er ég oggulítið mikið biluð – og þarf alltaf að reyna að hafa smá svona “ró” í kringum mig.  Þess vegna er ég oftast með sængurnar okkar hjóna sitt hvoru megin, enda eru þær líka þykkari og hlýrri en sængur krakkanna, og er með þær samstæðar.  Þannig að þegar ég er búin að búa um rúmin þá er svona ró yfir þessu.  Síðan set ég töskurnar okkar til fóta, á daginn.  Krakkarnir eru með sitt hvora töskuna – og við erum með aðra.  Síðan er bara taskan með útifötunum í bílnum – því oftast nær þá veitir ekkert af því að vera með hlýrri föt í bílnum því veðrið breytist ört.

15-www.skreytumhus.is-003

Síðan er svona hillur nauðsyn og snilld í skipulagið.  Eins finnst mér þær nýtast betur þegar að við erum með litlu plastkörfurnar í þeim.  Þarna er geymt hitt og þetta sem  gott er að grípa í.  Pokar, uppþvottalögur, uppþvottabursti, blautþurrkur (ALGJÖRT MÖST), sprittkerti og þess háttar.

Í neðstu hillunni er alltaf eitthvað fatakyns af krökkunum sem er gott að grípa í, þunnar húfur, flísbuxur og annað slíkt.

25-www.skreytumhus.is-013

Efst fara síðan hlutir sem gott er að geyma á góðum stað.  Spil eru þarna í körfu og svo tuskur og viskustykki.

26-www.skreytumhus.is-014

Síðan hangir alltaf ruslapoki þarna við hliðina, eins og áður sagði – þetta er ekki fansí, en þetta er nauðsyn.

27-www.skreytumhus.is-015

Hér sjáið þið svo yfir í hitt rúmið og yfir vaskinn.

16-www.skreytumhus.is-004

Við erum með plastkassa sem er með diskum og glösum og þess háttar, og hann stendur venjulega þarna á borðinu.  Öðru hvoru megin við eldavélina.  Ég er líka með nokkra bakka þarna, þægilegt fyrir dót af grillinu og eins þegar það á að borða úti og þú vilt færa dót til 🙂

Oftast eru svona skálar reddí fyrir krakkana, svo þau geti fengið sér jógúrt á morgnanna – og mamman kúrt í rúminu á meðan.

17-www.skreytumhus.is-005

Þarna sjáið þið ísskápinn og þar við hliðina eru pottar og sitthvað sem er ekki í daglegri notkun.

18-www.skreytumhus.is-006

Sama má segja um neðri skápinn, fyrir neðan skúffuna – þar eru skálar og álpappír/bakkar og annað slíkt.  Auka eldhústissjú 😉

19-www.skreytumhus.is-007

Skúffan er tvöföld og í efri eru plasthnífapör, en í neðri eru skurðarhnífar og grillhnífapör.  Eins erum við alltaf með rör, sem eru snilld í alla skyrdrykki, eða bara jógúrt í glasi og auðvelt fyrir krakkana 🙂

20-www.skreytumhus.is-008

Inni í stóru skápunum erum við með tvo svona stóra plastkassa með loki.  Í öðrum eru djúsfernur og ávextir og það fer oftast undir hýsið, en í hinum er hlutir sem tengjast kvöldmatnum.  Síðan eru margar körfur, eins og þessi gráa og ég reyni að flokka í þær.  Brauðkarfa, kexkarfa með kakó og því sem því tengjist, nammi og snakk-karfa og þess háttar.  Þetta er síðan allt tilbúið þegar þarf að keyra áfram – og öllum skrautpúðum er stungið þarna ofan á, svona til að festa þetta allt saman.

En með svona körfuskipulagi, þá er auðveldara að framreiða allt saman.  Ef við erum að fara að smyrja brauð = brauðkarfa.  Kvöldkaffi, kex og kakó = kex/kakókarfa 🙂

21-www.skreytumhus.is-009

Undir borðinu geymum við svo oftast hvítann labrador 😉 eða svona þannig!

Stormurinn er góður þarna greyjið og er oftast mjög þægur í fellihýsaferðum.

22-www.skreytumhus.is-010

Hann fílar sig best samanhringaður og við fætur uppáhaldsmannverunnar.

10-www.skreytumhus.is-003

Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég er ekki að staðaldri með kökudisk á fæti í svona ferðum, en manni áskotnast alls konar góss þegar maður er alltaf með augun opin og ég datt um þennan í kaupfélaginu á Hvammstanga, og það var eins gott að nota hann og stilla upp og njóta.

En ketillinn stendur venjulega þarna ofan á 🙂

05-www.skreytumhus.is-004

Við vaskinn er svo bókahrúgan mín, svo ég hafi örugglega nóg að lesa.  Kerti, því ég er alltaf með kerti, og svo týni ég af mér gullið og gleraugun og legg þarna.

24-www.skreytumhus.is-012

Það er náttúrulega bara skylda að stilla upp svona fallegu punti sem maður er að kaupa sér á ferð um landið – plús að ég barasta þrífst á því að vera með fallegt í kringum mig.

23-www.skreytumhus.is-011

Eins og þessa dásemd sem ég þarf að segja ykkur betur frá.

04-www.skreytumhus.is-003
Dúddamía svo falleg ❤

08-www.skreytumhus.is-007

Svo er þetta uppáhaldið mitt – að fá smá tíma, með kertaljós og bók, og púða og kósý teppi – og lesa og lesa.

06-www.skreytumhus.is-005

Teppið sem þið sjáið glitta í þarna, með textanum á, fékk ég í Rúmfó og þetta er grínlaust eitt þægilegasta teppi sem ég hef verið með. Það er svo kósýmjúkt og hlýtt.

07-www.skreytumhus.is-006
Það koma ekki öll fellíhýsi með þessum þarna, í bakgrunni, en ég skreyti með honum þessum 🙂

11-www.skreytumhus.is-004

Síðan er það þessi dásemdar kórónu/bakki frá Sirku, sem ég dírka og dái – hann er bara yndis, með eða án kertaljóss.

12-www.skreytumhus.is-005
Munið líka, það kostar sko ekkert að týna falleg blóm, og verið því með litla vasa í fellihýsinu, því að það er alltaf fallegra að stilla þeim upp svoleiðis.

28-www.skreytumhus.is.is

Svo verð ég að benda á eitt það besta við fellihýsalífið, og það er útsýnið sem getur verið hreint dásamlegt ❤

Vona að þið hafið getað fengið nokkrar hugmyndir við þetta, og eins og áður sagði – abbsakið hvað þetta er eitthvað kreisí póstur!

*knúsar*

01-www.skreytumhus.is

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

4 comments for “Fellihýsalíf…

  1. Gurrý
    14.07.2015 at 09:31

    Jiiiii…fallegt í útilegunni….
    Þarf að fá mér svona fellihýsi, miklu meira kósý en tjaldvagn…..mín skoðun 🙂

  2. Margrét Helga
    14.07.2015 at 11:11

    Æði <3 Þetta verður kannski svolítið dýr póstur fyrir sumar okkar og sala á fellihýsum á eftir að rjúka upp 😉 Mig langar mest í svona fellihýsi með einum gulum…finnst reyndar að ég eigi eitt svipað eintak og þú skreyttir með í bakgrunninum á einni myndinni 😉 Of ætla að kaupa mér svona teppi í Rúmfó næst…horfði á það þegar ég var þar síðast (og þar áður og í skiptið á undan því )og fannst það svo kósí og girnilegt…læt vaða næst 😉

    Takk fyrir mjög svo nytsamlegan og skemmtilegan póst 🙂

  3. 14.07.2015 at 21:16

    Manni langar nú bara að skella sér í fellihýsaútilegu við að lesa þennan póst 🙂

  4. Anonymous
    08.06.2016 at 23:15

    Jii þessi póstur ýtir sko enn meir undir útilegu-þörfina og ég held barasta að dæturnar 5 séu sammála mér (“,)
    Yndislega fallegt hjá þér alltaf og nauðsynlegt með svona útilegupósta – og ferðir (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *