…undanfarna daga hef ég farið hér og þar um landið ásamt famelíunni og vinum og notið þess að vera á fallega landinu okkar. Eða sko, notið þess að sjá fallega landið okkar og vera frekar kalt, svona vel flesta daga. Skrambans kuldi getur þetta verið!
Annars er alltaf eitthvað fallegt að sjá og njóta…
…og sumir kunna alltaf að klæða sig eftir veðri…
…þó voru nokkrir góðir dagar…
…en framundan eru póstar um ferðina okkar…
…yndislegt innlit í Sirku á Akureyri…
…póstur um skipulag og fellihýsalíf…
…ófáar myndir af þessum tveimur, og endilega dáist af fallegu peysunum þeirra – prjónuðum af elsku snillinginum henni tengdamömmu…
…innlit í fallega verslun á Stykkishólmi…
…dásamleg gömul hús…
…sumarblóm og kertaljós….
…breytingar hérna heimavið…
…eða bara uppraðanir…
…útiveru í garðinum…
…útihúsgögnin tekin í gegn og leiðbeiningar með því ferli…
…og svo 10 ára brúðkaupsafmæli í vikunni, og afmælið mitt í vikunni þar á eftir, og svo afmæli litla mannsins!
Aldeilis prógram sem framundan er, og segið mér nú – hvaða póstur á að koma fyrstur?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hlakka til 😀 en úff…erfitt að velja hvað maður vill sjá fyrst. Mæli með að þú takir þetta eftir stafrófsröð eða “heimsóknarröð”…eða kannski byrjir á skipulags- og fellihýsalífinu, svona fyrir þær sem eru á leiðinni í ferðalag…kannski verra að lesa þannig póst þegar viðkomandi er kominn heim aftur 😉
Sammála hlakka til aallra póstana en gæti verið gaman að byrja á fellihýsalífi þar sem enn er töluvert eftir að sumrinu okkar ljúfa.