þá fann ég þetta hérna á netinu og hljóp til að pósta þessu hingað inn 🙂 Þetta er sem sé ugludagatal sem er algjörlega fríkeypis og maður getur útbúið eftir eigin höfði og prentað út. Nú ef þú getur ekki gert upp á milli allra sætu uglumyndanna, þá er meira að segja eitt tilbúið handa þér nú þegar.
Er þetta ekki næs?
Þetta er séstaklega handa Kristínu, Bryndísi, Önnu Rún og öllum hinum uglu-loverunum sem að kíkka í heimsókn til mín 🙂
Dæmi um myndirnar sem hægt er að velja úr, það eru 30 mismunandi myndir til!
Vessúgú 🙂
mmm dýrðlegt. Takk fyrir
Uglusökker
ohhh… vá ég er eins og jekyl og hide, sagði við póstinn á undann að ég vildi uglu herbergið án uglanna, en þetta eru bara svo sjúklega sætar uglumyndir að mig langar í fleiri hahhahahaha ;D
kv. Bryndís
úhú! Vá! Takk fyrir! Sá líka uglur í PIER í gær… úr stráum í 2 stærðum! Kveðja Kristín H.
Ji, tengdamamma mín hefur safnað uglum í árafjöld og á þær grínlaust í hundraðatali- hún verður að fá svona um jólin! Hvar finnur maður þetta á hinum stóra veraldarvef?
Kolbrún
Gleður mig að gleðja ykkur 🙂
Hlekkurinn er ípóstinum Kolbrún – http://www.myowlbarn.com/p/owl-lover-2011-calendar.html?r=f
*knúsar