Mig langaði svo í kristalslampa með skermi yfir. Var búið að langa svo lengi í svoleiðis en bara tímdi hreinlega ekki að splæsa í þá 🙂 Eitthvað í líkingu við þennan, nema bara borðlampa
Þá var bara einföld lausn á málinu, redda því sjálf. Átti svartann skerm úr Ikea og einhversstaðar leyndist líka lampafótur..
Eitt sinn átti ég svona “kristalsljósakrónu” úr Ikea sem að ég var hætt að nota þannig að ég tók einfaldlega steinana af henni og raðaði upp í lengjur og festi á skreminn minn.
Þar sem að skermurinn er svona plíseraður þá er auðvelt að telja í þetta og raða þessu eftir reglu en svo væri líka hægt að hendar bara kristöllunum á eftir hendinni. Látta það bara ráðast hvernig þetta tekst til.
Í það minnsta er ég sátt við minn litla budget lampa, hann stendur stoltur í horninu á stofunni minni og veit ekkert að hann er bara litli ódýri Ikea-DIY-lampinn minn, hann heldur sko að hann sé aðalið 😉
ps. flisssss, var að sjá að nánast allt á þessari mynd er úr Ikea, ætli þeir setji mig ekki bráðum á prósentur!
Ekkert smá sniðug hugmynd og góð þegar lítið er til í buddunni 🙂
Elska svona DIY blogg…dásemd!
Kv. Sigrún