…þó að sumarkvöldin séu björt og fögur – svona oftast nær – þá þýðir það samt ekki að ég hætti að kveikja á kertum…
…það er bara eitthvað yndislegt við stemminguna sem skapast…
…þó það sé ekki nema bara til þess að njóta rétt á meðan sest er við kvöldmatin, eða í þessu tilfelli, eftir kvöldmatinn…
…kertastjakarnir þurfa ekkert að vera samstæðir…
…og á borðinu er samansafn af hinu og þessu, eins og sést…
…könnuna fékk ég í Góða núna um daginn….
…og dúkurinn er æðislegur að mínu mati…
…en hann er úr Rúmfó, vaxdúkur í metravís og hér sjáið þið svona eiginlegri mynd af litnum…
…hann kallaði bara á mig – og snilld að vera með vaxdúk með krakkana…
…ahhhhh þetta er bara róandi sko…
…og ég er frekar skotin í bumbukönnunni minni…
…reynum að njóta…
…og með því sendi ég ykkur óskir inn í helgina og vona að þið njótið hennar!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Ljúfur föstudagspóstur hjá þér mín kæra
Óska þér og þínum góðrar helgar…vonandi njótið þið góða veðursins sem á að vera (#)
Æði kannan
og dúkurinn lika 