Sprellum..

var að finna svo sæta heimasíðu í Noregi sem er gjörsamlega pakkfull af fallegu dóterí fyrir krílin stór og smá.  Verst að norska krónan er svona dýr núna – en jæja það er í það minnsta ókeypis að láta sig dreyma með því að skoða 🙂
Eigum við að kíkja?
Það eru t.d. hrikalega flottar hillur sem að minna reyndar mikið á hilluna hennar Siggu Heimis…
Síðan eru alveg yndislegar Múmínálfavörur – mig langar svakalega i diskana..
Minnisspil og æðislegt Múmínhús
Fallegir vegglímmiðar
Lítið sætt sveppaskartgripaskrín
Gæti þessi róla verið ævintýralegri fyrir litlar prinsessur?
eða litlir kastalar fyrir prinsa?
Jeminn, þetta er risasveppur með flísteppi inní – luvs it
Hérna fást líka lamparnir eins og fást í Kisunni á Laugavegi, dýrin og sveppirnir (sem eru mun ódýrari í Kisunni en að panta í gegnum þessa síðu)
og svo er nú ekki hægt annað en að minnast á uglurnar, veggfóðrin og allt þar fram eftir götum 🙂
Veggfóður

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Sprellum..

  1. Anonymous
    05.12.2010 at 16:37

    Hæ 🙂
    Svandís var að benda mér á síðuna þína og ég er bara búin að liggja hérna yfir henni í meira en klukkutíma ! Alveg geggjuð síðan þín 🙂 Er einmitt að stansetja hús sem við vorum að kaupa og ég er alveg sólgin í allar skemmtilegar hugmyndir þessa dagana 🙂 Og já, ég er líka uglusjúk svo allt þetta ugludót fær mig bara til að vera enn sólgnari í uglurnar 🙂
    Bestu kv. Fjóla, Svandísar-vinkona 🙂

  2. Anonymous
    07.12.2010 at 09:19

    ég fór nánast yfir-um í öllu múmín-dótinu í Finnlandi um daginn… múmín-allt til þar og auðvitað fjárfesti ég í heilum helling af svoleiðis… við ELSKUM múmínálfana. 🙂 Kveðja og knús frá Kristínu H.

  3. 08.12.2010 at 00:19

    Takk Fjóla, vertu velkomin 🙂

    Ohhhh Kristín, mig langar einmitt svoooo í þessa Múmíndiska – þeir eru æði!

  4. Erla
    08.05.2014 at 11:46

    hvaða síða er þetta 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *