best að henda inn aðeins fleiri jólaskreytingarmyndum. En fyrst vil ég setja fram eitt mjúkt takk fyrir alla sem að kommentuðu hjá mér í gær – eftir að ég sníkti komment gjörsamlega óforskömmuð. Mér var bara farið að líða eins og einhverri brjálaðri kellu sem að eyddi tíma sínum í röfl á netinu og enginn sagði múkk, en sum sé – þið eruð þarna og ég kann að meta ykkur sem nennið að kíkja við.
Yfir í jólin. Af einhverjum ástæðum þá urðu jólin voðalega hvít hjá mér í ár. Það er bara eitthvað svo róandi við hvíta litinn, og síðan könglana og birtuna af ljósaseríunum.
Hillan fékk ofurlitlayfirhalningu og fór úr þessu:
yfir í þennan ham:
Þetta er svo sem ekkert gígantísk breyting en breyting engu síður. Stjörnurnar tvær ofan á hillunni eru úr sama settinu og eldhússtjarnan frá Pottery barn.
Ég lagði bara seríu ofan á skápinn, ofan í vasa og setti hana líka innan í stjörnurnar.
Flottu trén sem eru úr viðarberki eru frá Ilvu, og voru bara keypt fyrir jólin núna.
Sérstaklega vek ég athygli á litlu hvítu vinkonu minni sem elti mig frá Blómavali…
Hvítu, fallegu glitrandi trén úr Ilvu eru líka í hillunni. Ég setti þessa hvítu stafi bara í vasa sem voru í hillunni, fylltist einhverri stafagræðgi og keypti fleiri stafi en ég vissi hvað ég ætlaði að nota (Takk Gunnur mín, smoooch) – en þeir koma bara ágætlega út þarna. Brjóta aðeins upp alla þessa ferhyrninga sem eru þarna.
Á stofuborðið skellti ég bara hvíta bakkanum mínum góða, alltaf gott að eiga bakka 🙂 Á hann safnaði ég saman alls kyns kertastjökum af heimilinu, ásamt tveimur hvítum litlum jólatrjám. Þetta er voða einfalt og auðvelt fyrir hvern sem er að gera slíkt hið sama. Nýta það sem til er og njóta þess að hafa kertaljósin í skammdeginu.
Ahhh – kósýheit par exelans…
Ofsa fínt hjá þér:) En má ég spurja hvaðan stafirnir eru?
Takk fyrir – hvítu stafirnir fengust í Tiger 🙂
Rosalega fallegt hjá þér eins og alltaf.Mér finnst einmitt svo fallegt að vera með dökk húsgögn og mikið hvítt við til að skreyta.
Var einmitt í Tiger í dag og keypti þar rosalega sæta ugluljósaseríu,er orðin svo hrifin af uglum eftir að hafa sér þær svo mikið hjá þér 🙂
Endilega haltu áfram að vera dugleg að blogga,þetta er svo skemmtilegt hjá þér 🙂
Bestu kveðjur Sigga Dóra
Svo fallegt hjá þér Soffía mín 🙂 Mig langar alltaf að fara að breyta eitthvað hérna hjá mér þegar ég kíki á þig hihihi..
Knús á línuna,
Helena
*Knúsar* til baka og takk fyrir báðar tvær!