Sumarbrúðkaup…

…eða svona í það minnsta – skreytingarnar í salinn!

01-Skreytumhus.is

Fékk leyfi frá fallegu brúðhjónunum að deila með ykkur myndunum úr salnum – en þemað þeirra var svona létt og laggott “sveitbrúðkaup”.  Vildum ekki hafa of mikið í stíl, eða í einhverjum einum lit – heldur bara svona fallegt, létt og skemmtilegt.

02-Skreytumhus.is-001

Allar lengjurnar í loftið voru heimalagaðar, einföld og ódýr lausn sem skreytti alveg heilmiðkið…

03-Skreytumhus.is-002

…brúðurinn fékk alls konar lurka og timburplatta að láni og við dreifum úr þessu eftir kúnstarinnar reglum…

04-Skreytumhus.is-003

…servéttum salsins var vafið upp og þeir bundnar saman með snæri…

05-Skreytumhus.is-004

…og sumar með snæri og kúabjöllu – svo sætt…

06-Skreytumhus.is-005

…þessi fallegu skreytihjól sem þið sjáið á veggjunum koma af Amazon.com, og eru alveg snilld…

07-Skreytumhus.is-00610-Skreytumhus.is-009

…lengjurnar í loftinu voru ýmist litlir kökublúndudúkar, heftaðir á snæri…

25-Skreytumhus.is-02408-Skreytumhus.is-007

…eða blaðsíður úr bókum, gataðar og þræddar upp á snæri…

09-Skreytumhus.is-008

…og saman mynduðu þær svo fína stemmingu yfir salnum…

13-Skreytumhus.is-012

…merkingarnar á borðinum voru rammar úr Ikea, með bókablaðsíðu í og límmiða úr A4…

11-Skreytumhus.is-010

…í Rúmfó fannst síðan þetta efni sem var pörfekt í þeman og það var notað á matarborðið…

12-Skreytumhus.is-011

…sem og á háborðið…

14-Skreytumhus.is-01316-Skreytumhus.is-015

…aukaskraut að framan, fánalengur og meira til…

17-Skreytumhus.is-016
…svo voru það litlu hlutirnir, eins og að stilla upp á píanóinu…

15-Skreytumhus.is-014
…kertastjakar á matarborðið…

20-Skreytumhus.is-01923-Skreytumhus.is-022

…krítartafla með “instagram upplýsinginum”…

21-Skreytumhus.is-020

…síðan gerðum við svona “vegg” til þess að standa við og taka myndir af gestunum með instant myndavél 🙂

33-Skreytumhus.is-032

…og litlar krítartöflur með skilaboðum…

29-Skreytumhus.is-028…og þar sem það var bar á staðnum, þá var komið með alls konar dóterí til þess að stilla upp á hann, og gera hann persónulegri og hluta af skreytinunum…

26-Skreytumhus.is-025

…settum líka upp birkigreinar, bakka, fuglahús og skreytihjólin góðu…

27-Skreytumhus.is-026

…ásamt bókum, kertastjökum og bara hinu og þessu…

28-Skreytumhus.is-027

…litlu bjöllurnar fengust á Ebay og voru, eins og áður sagði, notaðar á servétturnar…

31-Skreytumhus.is-030

…og líka utan um sumar blómavasana…

30-Skreytumhus.is-029

…þetta gefur ykkur vonandi einhverjar hugmyndir!

Hvort sem er fyrir fermingu, brúðkaup eða bara hvaða veislu sem er.

Hjartans þakkir fyrir fallegu kveðjurnar í gær 

32-Skreytumhus.is-031

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Sumarbrúðkaup…

  1. Margrét Helga
    17.07.2015 at 09:12

    Vá 🙂 Æðislega flott hjá ykkur!

  2. Kristjana
    16.07.2017 at 19:41

    Er þetta Fákssalurinn í Víðidal?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.07.2017 at 00:38

      Já, það passar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *