Ég var að ramba í gegnum gamlar myndir og fann sölumyndirnar af húsinu okkar. Svoltið gaman að kíkka svona á myndirnar fyrir og eftir. Við keyptum árið 2007 – fyrir kreppu. Ahhhh – fyrir kreppu, á þeim saklausa tíma sem enginn talaði um þjóðargjaldþrot, gjaldeyrishöft og önnur leiðindi. En sem sé, við keyptum 2007 og fengum afhent í nóvember. Ætluðum okkur ca 2-3 vikur í “smá”framkvæmdir sem síðan urðu að 6 mánuðum. Mæli með því að verða svona “heimilislaus” með hund og barn, korter í jól og síðan alveg fram í apríl. Tengdaforeldrar mínir, sem eru guðsgjöf, áttu sennilega ekki von á yngsta syninum aftur inn í gamla herbergið með allan þennan pakka á eftir sér 🙂 og að öðrum ólöstuðum þá var hann tengdapabbi óþreytandi og ótrúleg hjálparhella – stóð vaktina með bóndanum öll kvöld og allar helgar – alger hetja!
Litlu framkvæmdirnar urðu sem sé aðeins stærri en þær áttu að verða. Hent var niður veggjum, breyttum öllum loftum, skiptum um gólfefni og hitt og þetta. Við skoðuðum einu sinni og ég var ekki fyrr kominn inn í húsið en ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi gera. Hvaða veggir áttu að fara niður og sá þetta fyrir mér um leið. Hér er eldhúsið eins og það var, eins og sést þá var það langt og mjótt – en með þessum stóru flottu gluggum og ég gat ekki beðið eftir að henda niður vegginum með græna ísskápnum, þarna hægra megin…
En eftir að eldhúsinu var breytt…
Hér er síðan borðstofan, og veggurinn sem sést vinstra meginn er veggurinn inn í eldhúsið – sá sem var felldur niður..
og svo burtu með veggskrattann og ofninn undir glugganum fékk að fjúka líka…
Hér er síðan stofan eins og hún var áður..
hér var skipt um loftefni og líka um gólfefni..
Svefnherbergi fyrri eigenda..
og við vorum ekki alveg eins græn..
Herbergi dótturinnar áður en það varð hennar..
og svo nokkrum lítrum af bleikri málningu síðar..
og að lokum baðið okkar áður en við eignuðumst það..
og jú, jafnvel bláa klósettsetan fékk að fara..
Þetta er sem sé svona hraðferð um húsið, það getur vel verið að ég taki herbergin í “smáatriðum” seinna meir, ef áhugi er fyrir því 🙂
ohh svo flott allt saman 🙂 sérstaklega hrifin af eldhúsumbótunum 🙂
kv. Bryndís
Liturinn á eldhúsinu er æði! Það er sko alveg áhugi fyrir nánari umfjöllun um herbergin 🙂
Æðislega flott heimili,elska að sjá svona fyrir og eftir.Vil endilega sjá meira 🙂
Kv Sigga
Það er svo gaman að fylgjast með blogginu hjá þér, veit ekki hvað ég fór oft inn um helgina að ath hvort ekki væri komin ný færsla:o) Bíð spennt eftir að sjá meira svona fyrir og eftir myndir.
Gaman að sjá muninn á húsinu, þið hafið farið hárrétta leið í þessu 🙂
kv. Svandís
Mjög fallegt hjá ykkur. 🙂 Gaman væri að sjá fleiri myndir. Kv. Kristín H.
Takk fyrir allar saman 😉 Hvetjandi að fá svona jákvæð viðbrögð! Sigrún, liturinn á eldhúsinu heitir held ég Tiramisú og fæst hjá Húsasmiðjunni! Mjög góður litur, passleg blanda af gráu og brúnu 😉
Þetta er svo geggjað hjá þér.. Og svo AKKÚRAT minn stíll! ótrúlega flott.. (veit soldið sein að commenta, en það var bara verið að benda mér á þessa síðu) 🙂
Kv. Ragna
Sæl
Rakst á þetta blogg sé að þetta er frekar gömul færsla samt, en vona að þú sjáir kommentið 😉 Ég er semsagt að spá í loftinu í borðstofunni, sýnist þetta vera sami panill og á “fyrir” myndinni. Langar svo að vita hvernig þið gerðuð hann svona háglanshvítan ?? Máluð sjálf ? Sprautað ? Þarf að pússa ? Eða er þetta kannski bara nýr loftpanill ? Kveðja Hjördís sem er með sumarbústaðaloft heima sem ÞARF að breyta 😉
Sæl Hjördís,
Við skiptum um loftaefni í öllu húsinu, þannig að ég þori ekki alveg að gefa þér ráðleggingar varðandi loftið þitt. En best er sennilegast að tala við fagmenn eins og í Byko eða Málningu og spyrja þá ráða 🙂
Gangi þér vel með þetta, skil vel löngunina til að breyta panilinum, það verður svo mikið hærra til lofts – svona sjónrænt séð 😉
kv.