Lang í lang í eitthvað vitlaust..

hafið þið aldrei lent í því að langa mikið í eitthvað sem er algerlega tilgangslaust og í raun kannski bara vitlaust?  Ég tek stundum svoleiðis spretti.  Sérstaklega varðandi hluti fyrir börnin mín.  Þegar að litla stelpan mín var að fæðast þá langaði mig í þennan hlut og enn meira núna inn í herbergi litla mannsins – af því að þetta myndi passa svo vel þar inn.
Hluturinn sá er þessi:
Já einmitt, þetta er sem sé dótagíraffi sem er aðeins 150 cm á hæð.  Sá litli yrði væntanlega skíthræddur við ferlíkið en mamman gæti setið alsæl með að “dekorinn” er loksins orðinn eins og hana langaði í 🙂
Reyndar gæti ég kannski bara farið milliveginn og keypt þennan:
En þetta er vegglímmiði, kannski ekki eins yfirþyrmandi en líka alls ekki eins flottur.
Ég sé þetta síðan alveg fyrir mér  – þegar að litli gaurinn er löngu hættur að hafa áhuga á gírraffaskrípinu, þið vitið – eftir að hafa notað hann til að príla á, detta af og almennt gera mömmu sína gráhærða – að vera að burðast um með gírraffa (næstum stærri en ég sjálf) og vera að reyna að trodda honum inn í geymsluna og finna einhvern “góðan” stað til að geyma hann á.
Ohhhh – ef gírraffinn væri bara ekki svona flottur!
Ef, sko bara í draumum mínum, ef ég myndi eignast hann.   Síðan væri ég til í að kaupa með ljósmyndirnar frá þessum hérna listamanni, Sharon Montrose. Mér finnast myndirnar hennar þvílíkt fallegar, svo einfaldar og mikil ró yfir þeim.  Bara bjútífúlt!
   
    
   
Kannski að maður ætti bara að kaupa sér mynd af gírraffa (og líka af bamba þá) en ekki bangsann sjálfann, hvað finnst ykkur?? 🙂
Þetta væri samt frekar fyndinn pakki undir jólatréð, ekki auðvelt að fela hvað væri í honum:
Síðan er alltaf hægt að kaupa bara Sophie the Giraffe, sem er víst eitt vinsælasta nagdótið fyrir börn!

2 comments for “Lang í lang í eitthvað vitlaust..

  1. 06.12.2010 at 20:41

    Var að finna þetta blogg hjá þér, afar sætt!
    Endilega líttu við hjá mér ; )

    V

  2. Anonymous
    07.12.2010 at 09:05

    Krúttlegur gíraffi… skil þig vel. 🙂 KVeðja Kristín H.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *