Hugulsamir kærastar…

…en eru þeir ekki á óskalistunum hjá okkur flestum?

Þið vitið hvernig maður getur verið.  Maður vill að kærastinn gefi manni blóm og svolleiðis, en maður má ekki þurfa segja honum að það þurfi að gefa manni blóm – ekta svona “karlar eru frá Mars en konur frá Venus”-móment.

Eins og þið kannski vitið þá keyptum við okkur nýtt sófasett frá sænska kærastanum mínum fyrir jólin (sjá hér).

Síðan þá hef ég verið að leita mér að hinum eina, rétta stól til þess að hafa með sófunum tveimur – þar sem að skemillinn er á þessari mynd.

04-2015-01-28-134653

Helst vildi ég finna einhvern stól sem átti ekkert sameiginlegt með sófunum – heldur bara svona einstakur og æðislegur.

Fann ekki neitt, því miður!

Svo – einn góðan veðurdag – þá var ég í ónefndri verslun og sá alveg hreint dásamlegan legubekk og varð svoooo skotin.  Ég vildi endilega fá mér gráan legubekk með, og mér fannst allt í góðu þó að við værum með gráan legubekk við sófann þegar að hann væri í “hvíta gallanum” sínum.

01-stocksund_collage1 - Copy

Vandamálið var hins vegar að stóllinn kostaði um 180þús.  Aaaaaaaðeins meira en ég var tilbúin að fara út í.

Ég gat samt ekki hætt að hugsa um legubekkinn – plús að mér hefur alltaf langað í legubekk (og þræla sem veifa yfir mér pálmablöðum og gefa mér vínber – en það er önnur saga).

Því var það eitt kvöldið, að ég sat við tölvuna, eins og svo oft áður.  Að ég ráfaði um inni á Ikea-síðunni (ha!  er það ekki eitthvað sem að venjulegt fólk gerir að staðaldri?) og skrifaði Stocksund í leitina.  Hvað haldið þið?

Elsku kærastinn var bara búin að sérútbúa Stocksund legubekk – eins og sniðinn fyrir mig!

01-Skreytumhus.is

Það er einmitt þetta sem ég meina með hugulsamur kærasti!

Sér bara þarfir manns fyrir og sinnir þeim 😉 hohoho

02-Skreytumhus.is-001

Svo má velta upp sér þarfir fyrir eða bara sérþarfir – en það er alveg sér póstur 😉

03-Skreytumhus.is-002

Þessi sófi hefur algjörlega staðið undir okkar væntingum, og er ótrúlega kósý og þæginlegur.

05-Skreytumhus.is-004

En manni minn, við vissum sko ekki hvað okkur “vantaði” legubekkinn fyrr en hann kom 🙂

06-Skreytumhus.is-005

Þetta er í raun eins og að vera með “lausa” tungu á tungusófa – alveg hrikalega þægilegur (póstur um kærasta og lausar tungur hljómar eins og það þurfi að ritskoða hann eitthvað).

08-Skreytumhus.is-007

Plús að ég fékk pláss fyrir fleiri púða – og bara það verður að segjast að konur eins og ég, sem standast ekki púða – þeim veitir ekki af aukapúðaplássi!

09-Skreytumhus.is-008

Smá nærmynd af skrauterí-i á arinhillunni…

11-Skreytumhus.is-010

Þetta er líka alveg að verða uppáhalds staður allra til þess að horfa á sjónvarpið.

12-Skreytumhus.is-011

En þessi tvö voru fljót að finna lausn á því, og deila bara plássinu.

16-Skreytumhus.is

Meiri krúttin sem þau eru ❤

17-Skreytumhus.is-001

Núna, þá finnst mér loks eins og stofan sé tilbúin – eða næstum – eitt verkefni sem bíður og þá held ég að “sýn” mín á herbergið sé komin.

13-Skreytumhus.is
Eða svona þar til næsta sýn birtist 😉

07-Skreytumhus.is-006

Hvernig lýst ykkur annars á?

14-Skreytumhus.is-001

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

8 comments for “Hugulsamir kærastar…

  1. Margrét Helga
    30.06.2015 at 09:56

    Yndislegir svona kærastar! En já…vissi ekki alveg hvert þessi póstur ætlaði þegar þú fórst að minnast á lausu tunguna! Roðnaði næstum því upphátt 😉 Ég er nefnilega svo viðkvæm sál, skilurru 😛

    En takk fyrir enn einn snilldarpóstinn mín kæra! Hló alveg nokkrum sinnum upphátt 😀

  2. Kristjana
    30.06.2015 at 11:12

    Þetta er alveg yndislega fallegt hjá þér og alveg snilld þessi tungusófi,bara svo gaman að fylgjast með póstinum þínum,það liggur við að ég sé farin að bíða eftir jólapóstinum elska jólastemminguna 🙂

  3. Krissa
    30.06.2015 at 11:58

    Ómæ!! Undursamlegur tungustóll……

  4. Anna Sigga
    30.06.2015 at 12:09

    Alveg dásamlegt að sjá heildina núna 😉 Mig langar að fá mér svona sófa vantar svooo kósý sófa en það yrði slegist um að vera í honum svo ég fæ mér bara 3 sæta sófa í staðinn 🙂 Það er eiginlega betra uppa á heildarlúkkið hérna hjá mér 🙂 En hann er æði þessi Legubekkur eins og þú kallar hann 😀 og dásmalegt að þín börn þurfa ekki að slást um hann…..

    • anna sigga
      01.07.2015 at 11:49

      Sæl aftur ég er í sófahugleiðingum. Má ég spurja þig ertu með tvo tveggja sæta sófa frá stocksund eða einn 3ja sæta og annan 2ja sæta sé það ekki nógu vel á þessum myndum ..ég er sko að vandræðast hvort ég eigi að fá mér 2ja sæta eða 3jasæta 🙂 og finn ekkert verð á IKEA síðunni því það koma bara upp áklæðisverð 🙁
      Lengdin skiptir reyndar svolitið miklu lika….

      mátt lika senda mér email þegar þú mátt vera að því 🙂

      annase@simnet.is

      kv AS

      • Soffia - Skreytum Hús...
        10.07.2015 at 23:06

        Ég er með tvo “2ja sæta” en þessi stærð er held ég hætt hjá þeim. Mínir eru 2 metrar á lengd 🙂

  5. Sigga Maja
    07.09.2015 at 10:22

    Hæ, er spennt fyrir þessum sófum, hvaða áklæði ertu með á þeim þe. þetta dekkra ? Takk annars fyrir frábæra síðu, alltaf svo gaman að skoða dásemdirnar hjá þér 😀

  6. jovina
    09.10.2015 at 07:54

    Það er bara svo fallegt hjá þér, myndi allveg vilja hafa svona fínt hjá mér ☺

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *