það er endalaust úrval af fallegum bloggum á netinu. Sérstaklega er mikið af fallegum á norðurlöndunum finnst mér. Enda þótt að þau sýni ofsalega falleg heimili þá eru þau oft mjög hvít, ég fæ eiginlega alveg illt að hugsa um þrifin á þessum heimilum 🙂
En í það minnst eru þau gordjöss á mynd og endalaust gaman að skoða hjá þessum snillingum, bæði fegurð heimilis og líka frábærar hugmyndir sem þær fá. Hérna er t.d. http://www.kertislykke.blogspot.com/ – gjörssvovel!
Sniðug hugmynd, dagatal og með heimalöguðum pökkum – likes! Getur bara vel verið að ég noti plötuna mína frá því í ár, til þess að gera svona á næsta ári.
Ferlega flottur og einfaldur “aðventukrans”..
Sneddý, prjóna bara utan um glös og skreyta þau..
Ohhh – ég vi fá bjöllukrans..
Sé það að ég verð að læra prjóna, frekar flottur púði..
Flott rúm maður!
Ótrúlega snjallt og töff föndur, mig langar í svona tæki!
Mér finnst þetta borð líka kúl, hægt að taka t.d. Míru-borðin og taka lappirnar af þeim og bæta bara við hjólum.
Jiiii þú ert svo mikið best, hvað er betra í prófatíð en að kíkja hingað inn og sjá hverja fegurðina á fætur annari 😉
Kv. Díana
Jeminn eini, kærar þakkir! Gangi þér vel í prófunum 🙂