…eða svo gott sem 🙂
Við eyddum sunnudeginum í miðbæ Reykjavíkur – löbbuðum á laugarveginum og nutum þess að gera ekkert sérstakt og vera bara saman…
…krakkarnir urðu auðvitað að setjast á jólin úbbs hjólin, eins og allir…
…litli maðurinn átti fullt í fangi með að halda sér…
…kíktum á jólahúsið – hæææææ Margrét jólabarn…
…og þessi varð að þefa úr stígvélum jólasveinsins…
…hann varð smá smeykur við Grýlu…
…en jafnaði sig fljótt og hélt áfram að sprella…
…daman féll fyrir regnkápu með dásemlegu sniði, og mamman líka. Verst að hún var ekki til í fullorðins stærðum, ég hefði sko keypt mér hana í snartri…
…og svo var það “klassíkin” og kíkt í Kolaportið…
…þegar við komum út úr portinu, þá voru uppáhalds Baggalútarnir að prufa hljóðkerfi, fyrir Vigdísar-hátíðina um kvöldið, þannig að við vorum alsæl að fá að fylgjast með, ásamt fleirum…
…síðan var farið í Hörpuna og hún skoðuð hátt og lágt…
…sprelligosinn…
…og ungfrúin…
…brúðhjón í myndatöku…
…haha, þessi mynd var alveg skemmtilega dramatísk – minnir á eitthvað kvikmyndaplagat…
…við tókum mynd, eins og allir hinir…
…og önnur minna dramatísk, en litli kall beið þeirra með blöðruna sína…
…það er endalaust hægt að taka myndir þarna inni…
…aðeins meira rölt, en við vorum í bænum frá kl 14-21 þennan daginn…
…farið í smá dinner…
…og svo endalaust meira rölt og skoð…
…enduðum síðan á hátíðahöldunum til að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur.
Alveg hreint mögnuð kona, svo glæsileg og bara þjóðarstollt á allan hátt ❤
…enda fannst mér ekki leiðinlegt að vera með dótturina og segja henni frá þessum tímamótum og bara Vigdísi sjálfri…
…meðan að litli gaur, tjaaa hann bara gauraðist…
…uppáhalds var svo að hlusta á Baggalútana syngja Gjöf, sem er eitt uppáhaldslagið mitt…
…og litli maðurinn söng með hástöfum – enda vanur að heyra þetta spilað hérna heima…
…takk fyrir að koma í bæinn með okkur – og ég vona að þið eigið góðan dag! 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hahaha, ég hló upphátt þegar ég las: Setjast á jólin! Hugsaði hvað hefur Soffíu núna dottið sniðugt í hug.
Það er ótrúlega gaman að taka túristadag í Reykjavík. Margt skemmtilegt að skoða sem maður gefur sér ekki tíma til að njóta dags daglega.
Eigðu frábæran dag 🙂
Haha….ég var nú bara svona nísk á h-ið 😉
Þetta hefur greinilega verið dásemdardagur hjá ykkur! Frábært að taka svona dag í að túristast um Reykjavíkina og þá er auðvitað algjört MÖST að kíkja á og í jólahúsið! 😉 Tók þetta náttúrulega algjörlega til mín, og takk fyrir að hugsa til mín :p
Eldri strákurinn minn sagði einhverntímann að hann langaði til að skoða Hörpuna að innan…kannski maður taki svona túristadag í höfuðborginni við tækifæri 🙂
Knús í hús og gleðilegan mánudag 🙂
Greinilega verið skemmtileg bæjarferð, það er nefnilega svo gaman að vera ferðalangur á heimaslóð!
Við sonurinn gerðum einmitt eitthvað svona í fyrrasumar, mér fannst það æði löbbuðum allan Laugaveginn niður og enduðum í Hörpu skoðuðm okkur um og tókum myndir og svo var labbað alla leiðina upp aftur að Hallgrímskirkju þar sem við fórum upp á topp lika 😀 En við vorum ekki svo heppin að hafa tónleika þennan dag, Þar voruð þið ótrúlega lukkuleg !
Gaman að sjá hvað þetta getur lika verið skemmtilegt, að vera túristi á Íslandi.