…en þessi yndislega búð er í Köben – því miður!
En við getum notið þess að skoða hana hér, í máli og myndum, mest myndum…
…búðin er þarna við Strikið og vel þess virði að kíkja inn…
…þarna finnast alls konar Múmínvörur…
…og annað fallegt, eins og Design Letters matarsetti fyrir börn…
…svo er bara endalaust af sniðugu, litlu og stóru…
…tjaldið fannst mér sérlega fallegt…
…og þessi hérna hilla var alveg að fara með mig. Ef daman mín væri ekki vaxin upp úr svona þá hefði ég sennilegast misst mig örlítið. Þetta voru svona dásemdar gamaldags húsgögn og alls konar meððí…
…síðan þessar fallegu kanínudúkkur með og krúttstöðullinn alveg á milljón…
…dásamlegir – gammel og gordjöss…
…dúdda mía, vandamálið að þurfa að velja!!
…dúkkurúm, alveg eins og gamla rúmið mitt sem er nú farið í geymslu (sjá hér)…
…þessir eru æðislegir – mjög svipaðir, eða eins, fást í MyConceptStore (sjá hér)…
…og skýjaóróar, alveg yndislegir – en fást líka hér heima hjá Petit.is (sjá hér)…
…yndislegt alveg…
…og ég vildi að þið gætuð fundið hvað þessi kanína var dásamlega mjúk…
…húrra, sveppur!!!
…svona kanínusegulveggfóður fæst hér heima hjá Esja Dekor (sjá hér)…
…krúttaraleg lítil batterýs ljósakanína…
…kastala- og skipahillur, sem mér fannst alveg ferlega flottar. Eru úr svona sterkum pappa…
…þessar bókahillur eru líka snilld – og hæhæ Einar Áskell…
…nóg er að skoða…
…þarna sést t.d. ferðataska með Litla Prinsinum…
…ótrúlega krúttaðir snagar…
…þetta rúm fannst mér líka alveg yndislegt! Sjáið þið hvað þetta er líka sætt rúmteppi í.
Sniðug hugmynd: oft er hægt að kaupa bara falleg púðaver og nota sem rúmteppi í dúkkurúm og vagna…
…það er eitthvað svo spennó alltaf við svona tréleikföng, í það minnsta fyrir foreldra 🙂
…alls konar sjóræningja góss…
…risaeðlur og vélmenni – saman á ný? 😉
..svo finnst mér þetta alveg yndislegt – tvær hurðar, ein fyrir stóra fólkið, og önnur fyrir litla fólkið, sem er auðvitað þau sem eiga að njóta sín í svona búðum ♥
Heimasíða Karusella
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Ég hefði sko mist mig og keypt og keypt …og bara geymt það fyrir barnabörnin….. á þegar eitt …. og grey barnið er í smá vandræðum að komast yfir allt dótið sem amma er búin að kaupa ….. reyndar mikið af því í Góða ( guð sé lof) … þannig að ég myndi segja að þú hafir stáltaugar ef þú hefur komist út án þess að vera með helminginn af búðinni með þér. .
Vá!! Yndisleg búð! Hefði sko misst mig í henni ef ég fyrir það fyrsta hefði verið þar og í öðru lagi ætti börn á þeim aldri sem myndu fíla svona… 😉
Takk fyrir krúttsprengjupóst mín kæra 🙂