Góða helgi…

…sem að samkvæmt öllum spám ætti að verða full af sól og sumaryl!

Loksins!

En hvernig er þá ástandið hérna fyrir utan?

02-Skreytumhus.is-001

Frábært 🙂  Við völdum sko rétta tímann til þess að taka útihúsgögnin í gegn og mála þau – eða þannig!

Því var ekki um annað að velja að setja bara stól fyrir utan og koma sér fyrir í sólargeislunum…

01-Skreytumhus.is

…og þar sem ég drekk ekki kaffi, þá valdi ég bara ískalt límonaði í staðinn…

05-Skreytumhus.is-004

…og svo var það lesefnið og sólgleraugun, og þá var ég nokk góð…

06-Skreytumhus.is-005

…ég fór einmitt í vikunni í Rúmfó á Korputorgi og rak þar augun í þessa dásemdar púða – og ég sem var í púðabanni – kolféll!

03-Skreytumhus.is-002

…hvað er annað hægt þegar maður sér fallega púða með boðsskap – teppið var líka búið að vera lengi á óskalistanum, enda sérlega kósý og notó…

04-Skreytumhus.is-003
…karfan fannst mér líka æði – og passaði alveg inn í bóhem-fílinginn sem ég er í núna…

08-Skreytumhus.is-007

…svo var það þessi dásemdar lukt!

Vitið hvernig það er, þegar þið eruð búnar að horfa það lengi á eitthvað að þið bara verðið orðið að eignast það!

Þannig var það með þessa – og því er hún hér, og er dásamleg…

09-Skreytumhus.is-008

…kerti innan í og smá lurkur með – svona upp á rustic fíling…

10-Skreytumhus.is-009

…karfan – svona bóhem og rustic…

11-Skreytumhus.is-010

…og púðinn fyrir blúnduna sem innra með mér býr!

12-Skreytumhus.is-011

…og hann kom í fölgammelbleiku líka…

13-Skreytumhus.is-012

..sem sé, eitthvað fyrir alla 🙂

Ætla samt að láta mér hlakka til að stilla upp teppum og púðum á húsgögnin, þegar þau er reddí!

Góða helgi krúttin mín, og njótið sólarinnar!

14-Skreytumhus.is-013

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Góða helgi…

  1. Margrét Helga
    26.06.2015 at 13:37

    Sá þetta einmitt líka í Rúmfó um daginn…dauðlangaði í svona púða en keypti slatta af einhverju öðru þannig að ég sleppti þeim 🙂

    Njóttu góða veðursins í dag og um helgina 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *